Fyrra Korintubréf 13 - Biblían (2007)

Kærleikurinn mestur

1Þótt ég talaði tungum manna og engla

en hefði ekki kærleika

væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.

2Og þótt ég hefði spádómsgáfu

og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking

og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað

en hefði ekki kærleika,

væri ég ekki neitt.

3Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum

og þótt ég framseldi líkama minn til þess að verða brenndur

en hefði ekki kærleika,

væri ég engu bættari.

4Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.

Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.

5Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,

hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.

6Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.

7Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.

8Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.

En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok,

og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.

9Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.

10En þegar hið fullkomna kemur líður það undir lok sem er í molum.

11Þegar ég var barn talaði ég eins og barn,

hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn.

En þegar ég var orðinn fulltíða lagði ég niður barnaskapinn.

12Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu,

en þá munum vér sjá augliti til auglitis.

Nú er þekking mín í molum

en þá mun ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.

13En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt,

en þeirra er kærleikurinn mestur.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help