1Orð Drottins kom til mín:
2Mannssonur. Snúðu þér í áttina að Ammónítum, flyttu spámannlegan boðskap gegn þeim
3og segðu við Ammóníta: Hlýðið á boðskap Drottins Guðs. Svo segir Drottinn Guð: Þú hlakkaðir yfir því að helgidómur minn var vanhelgaður, landi Ísraels eytt og Júdamenn reknir í útlegð.
4Þess vegna fæ ég þig þjóðunum fyrir austan til eignar. Þær munu slá upp tjaldbúðum sínum í þér og reisa sér þar bústaði. Þær munu háma í sig ávexti þína og svolgra mjólk þína.
5Ég mun gera Rabba að beitilandi fyrir úlfalda og borgir Ammóníta að bithögum fyrir sauðfé.
6Því að svo segir Drottinn Guð: Þú klappaðir saman lófum og stappaðir niður fótum og fylltist innilegri meinfýsi og fyrirlitningu á landi Ísraels.
7Þess vegna rétti ég hönd mína gegn þér og framsel þig framandi þjóðum sem herfang. Ég tortími þér sem þjóð meðal þjóða og afmái þig sem land meðal landa. Þá muntu skilja að ég er Drottinn.
Gegn Móabítum8Svo segir Drottinn Guð: Móab og Seír segja: „Júdamenn eru eins og allar aðrar þjóðir.“
9Þess vegna geri ég fjallshlíðar Móabs naktar með því að ryðja þaðan borgunum, öllum sem einni, prýði landsins, Bet Jesímót, Baal Meon og Kirjataím.
10Ég fæ landið þjóðunum í austri til eignar, auk Ammóns, svo að Ammóníta verði ekki framar minnst sem þjóðar á meðal þjóða.
11Ég mun fullnægja refsidómnum yfir Móab og þeir munu skilja að ég er Drottinn.
Gegn Edómítum12Svo segir Drottinn Guð: Edóm hefur hefnt sín á Júdamönnum og Edómítar urðu mjög sekir þegar þeir hefndu sín á þeim.
13Þess vegna segir Drottinn Guð: Ég mun rétta út hönd mína gegn Edóm og eyða þar bæði mönnum og skepnum. Ég mun gera það að auðn. Edómítar skulu falla fyrir sverði frá Teman til Dedan.
14Ég legg hefnd mína á Edóm í hendur þjóð minni, Ísrael. Þeir munu fara með Edóm eins og reiði mín og heift gefur tilefni til. Þá fá Edómítar að kynnast hefnd minni, segir Drottinn Guð.
Gegn Filisteum15Svo segir Drottinn Guð: Í hefndarhug hefndu Filistear sín, fullir fyrirlitningar á Júdamönnum. Vegna forns fjandskapar vildu þeir eyða þeim.
16Þess vegna segir Drottinn Guð svo: Ég rétti út hönd mína gegn Filisteum og eyði Keretum og öðrum þjóðum á strönd hafsins.
17Ég mun vinna á þeim mikil hefndarverk og hegna þeim grimmilega. Þeir munu skilja að ég er Drottinn þegar ég hefni mín á þeim.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.