Síðari kroníkubók 11 - Biblían (2007)

1Þegar Rehabeam kom til Jerúsalem safnaði hann saman öllum ættbálki Júda og Benjamíns, hundrað og áttatíu þúsund manna einvalaliði, til að hefja stríð og berjast gegn Ísrael og vinna konungdæmið aftur handa Rehabeam.

2Þá kom orð Drottins til guðsmannsins Semaja:

3„Segðu Rehabeam Júdakonungi, syni Salómons, og öllum Ísraelsmönnum í Júda og Benjamín:

4Svo segir Drottinn: Farið ekki upp eftir til að berjast við bræður ykkar. Hver og einn ykkar skal halda til síns heima þar sem ég er valdur að því sem gerst hefur.“ Þeir hlýddu boðskap Drottins og sneru við í stað þess að halda gegn Jeróbóam.

Rehabeam konungur Júda

5Rehabeam settist að í Jerúsalem. Hann víggirti ýmsar borgir í Júda og gerði þær að virkjum.

6Hann víggirti Betlehem, Etam, Tekóa,

7Bet Súr, Sókó, Adúllam,

8Gat, Maresa, Síf,

9Adóraím, Lakís, Aseka,

10Sorea, Ajalon og Hebron. Þetta voru virkisborgir í Júda og Benjamín.

11Hann styrkti virkin og setti foringja yfir þau og kom þar fyrir birgðum af mat, olíu og víni.

12Hann kom einnig fyrir skjöldum og lensum í hverri borg og efldi þær mjög. Rehabeam ríkti yfir Júda og Benjamín.

13Prestarnir og Levítarnir, sem bjuggu dreifðir um allan Ísrael, komu frá landsvæðum sínum og gengu honum á hönd.

14Levítarnir yfirgáfu beitilönd sín og eignir og héldu til Júda og Jerúsalem því að Jeróbóam og synir hans hindruðu þá í að þjóna Drottni sem prestar og

15settu presta sína til þjónustu á fórnarhæðunum og fyrir geithafrana og nautkálfana sem hann hafði látið gera.

16Þeim fylgdu þeir úr öllum ættbálkum Ísraels sem af einlægni leituðu Drottins, Guðs Ísraels. Þeir komu til Jerúsalem til að færa Drottni, Guði feðra sinna, fórnir.

17Þeir efldu Júdaríki og styrktu Rehabeam, son Salómons, í þrjú ár því að þeir fylgdu stefnu Davíðs og Salómons í þrjú ár.

18Rehabeam tók Makalat sér fyrir konu. Hún var dóttir Jerímóts, Davíðssonar og Abíhaílar, dóttur Elíabs Ísaísonar.

19Hún fæddi honum synina Jeús, Semarja og Saham.

20Eftir hana tók hann Maöku, dóttur Absalons, sér fyrir konu. Hún fæddi honum Abía, Attaí, Sísa og Selómít.

21Rehabeam elskaði Maöku Absalonsdóttur meira en allar aðrar konur sínar og hjákonur en hann hafði tekið sér átján eiginkonur og sextíu hjákonur og eignast tuttugu og átta syni og sextíu dætur.

22Rehabeam gerði Abía, son Maöku, að leiðtoga og höfðingja meðal bræðra sinna því að hann ætlaði að gera hann að konungi.

23Hann fór hyggilega að ráði sínu og dreifði sonum sínum í öll héruð Júda og Benjamíns og í virkisborgirnar. Hann fékk þeim gnægð vista og tók þeim fjölda kvenna.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help