Sálmarnir 12 - Biblían (2007)

1Til söngstjórans. Á áttstrengjað hljóðfæri. Davíðssálmur.

2Hjálpa þú, Drottinn, því að hinir guðræknu eru á brott,

tryggðin er horfin frá mönnum.

3Þeir ljúga hver að öðrum,

með svik í munni og fals í hjarta tala þeir.

4Drottinn eyði öllum svikulum vörum,

hverri tungu sem fer með gífuryrði,

5þeim sem segja: „Tungan veitir oss styrk,

varirnar eru afl vort, hver drottnar yfir oss?“

6„Vegna kúgunar lítilmagnanna,

vegna andvarpa hinna fátæku

rís ég nú upp,“ segir Drottinn,

„og hjálpa þeim sem þjakaðir eru.“

7Orð Drottins eru hrein,

skírt silfur,

sjöhreinsað gull.

8Þú, Drottinn, munt vernda oss,

þú varðveitir oss að eilífu fyrir þessari kynslóð

9þar sem guðlausir reika um

og lítilmennska er í hávegum höfð meðal manna.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help