Sálmarnir 28 - Biblían (2007)

1Davíðssálmur.

Til þín, Drottinn, hrópa ég,

þú bjarg mitt, ver eigi hljóður gagnvart mér.

Ef þú þegir við mér

verð ég sem þeir er til grafar eru gengnir.

2Heyr þú grátbeiðni mína

þegar ég hrópa til þín á hjálp,

þegar ég lyfti höndum

til hins allra helgasta í musteri þínu.

3Sviptu mér ekki burt

með óguðlegum og níðingum

sem tala vinsamlega við náunga sinn

en hafa illt í hyggju.

4Launa þeim eftir verkum þeirra,

eftir þeirra illu breytni,

launa þeim eftir verkum handa þeirra,

lát þá kenna á eigin verkum.

5Þar sem þeir virða verk Drottins einskis

eða handaverk hans

mun hann rífa þá niður

og aldrei reisa þá upp.

6Lofaður sé Drottinn

því að hann hefur heyrt grátbeiðni mína.

7Drottinn er styrkur minn og skjöldur,

honum treystir hjarta mitt.

Ég hlaut hjálp, því fagnar hjarta mitt,

og með ljóðum mínum lofa ég hann.

8Drottinn er styrkur lýð sínum,

vígi til varnar sínum smurða.

9Hjálpa lýð þínum

og blessa eign þína.

Ver hirðir þeirra

og ber þá að eilífu.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help