1Dauði, hve þungt er að hugsa til þín
þeim sem nýtur friðar og eigna sinna,
er áhyggjulaus og vegnar í öllu vel
og á nægan þrótt til að njóta lífsins.
2Dauði, hve kærkomið er kall þitt
þeim sem á bágt og brestur þrótt,
er örvasa og úrræðalaus,
örvæntir og finnst fokið í flest skjól.
3Hræðstu eigi kall dauðans,
minnstu þeirra er fyrri fóru og síðar koma.
4Drottinn bjó þessi örlög öllum mönnum,
hví skyldir þú rísa gegn því er Hinum hæsta þóknast?
Í helju skiptir það engu
hvort árin voru tíu, hundrað eða þúsund.
Örlög illra5Niðjar syndara verða andstyggilegir,
þeir halda sig í húsum guðlausra.
6Arfur gengur börnum syndara úr greipum,
afkvæmum þeirra er ætíð búin svívirða.
7Börnin formæla guðlausum föður
því að sakir hans munu þau smánuð.
8Vei yður, guðlausu menn,
sem sneruð baki við lögmáli Hins æðsta.
9Þegar þér fæðist er það til böls,
er þér deyið fellur yður bölvun í skaut.
10Allt sem af jörðu er mun aftur að jörðu verða,
eins fara guðlausir frá bölvun til glötunar.
11Menn harma dauða líkamans
en illt nafn syndarans mun afmáð verða.
12Lát þér annt um nafn þitt því að það mun lifa þig
lengur en þúsundir gersema af gulli.
13Gott líf varir tiltekinn tíma
en góður orðstír varir að eilífu.
Um blygðunarefni, rétt og röng14Fylgið ráðum mínum og lifið í friði, börnin mín,
hvað stoða hulin speki eða falinn fjársjóður?
15Betri er sá maður sem hylur heimsku sína
en hinn sem speki sína dylur.
16Hér greini ég frá blygðunarefnum
en eigi leiðir öll blygðun til góðs
né verður hún ávallt til álitsauka hjá öllum.
17Blygðast þín fyrir hór gagnvart föður og móður
og fyrir lygar frammi fyrir landstjóra og valdhöfum,
18ávirðingar fyrir dómara og höfðingja
og lögmálsbrot fyrir söfnuði og þjóð.
Þú skalt blygðast þín fyrir ranglæti gagnvart félaga og vini,
19fyrir þjófnað andspænis heimabyggð þinni,
fyrir að gleyma Guði og sáttmálanum
og að reka út olnboga þegar þú matast,
fyrir að þiggja og gefa með ólund
20og taka ekki undir kveðju.
Blygðast þín fyrir að stara á hóru,
21snúa baki við ættingja,
hafa réttmæta eign af einhverjum,
líta annars manns konu girndarauga
22og gera þér of títt um þernu hans.
Komdu ekki nærri hvílu hennar.
Smán er að lasta vini með orðum,
lát eigi heldur lastmæli fylgja gjöfum.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.