1Sá gerir góðverk sem lánar náunga sínum,
sá er réttir hjálparhönd heldur boðorðin.
2Lána náunga þínum er hann þarfnast þess
og greið honum skuld þína á gjalddaga.
3Ver orðheldinn og ávinn traust hans,
þá munt þú ávallt fá það er þú þarfnast.
4Margur metur lán sem fundið fé
og eykur þeim baga sem veittu honum lið.
5Hann kyssir hönd náungans uns hann fær lán
og talar mjúklátt um efni hans.
Hann frestar greiðslu á gjalddögum,
kemur með afsakanir einar
og ber fyrir sig slæma tíma.
6Beiti sá hörðu er lánaði fær hann vart nema helming
og mun telja það fundið fé.
Gangi hann ekki hart eftir greiðslu
mun hann sviptur eigum sínum
og eignast óvin í ofanálag.
Bölv og ragn er það sem hann fær greitt
og last í stað lofs.
7Vegna þessa neita margir að lána en eigi af illsku,
þeir óttast að tapa að ófyrirsynju.
Um veglyndi8Sýn þó biðlund bágstöddum manni,
lát þér ei dveljast að liðsinna honum.
9Hjálpa fátækum vegna boðorðsins,
send hann ei tómhentan frá þér og þurfandi.
10Ver ör á fé við bróður og vin,
lát það ei tærast upp undir steini.
11Nota þú efni þín samkvæmt boðorðum Hins hæsta,
það mun gagnast þér meira en gull.
12Safna þú góðverkum í forðabúr þín,
það mun bjarga þér frá öllu illu
og verja þig gegn óvinum
13fremur en sterkur skjöldur og stinnt spjót.
Um að ábyrgjast skuldir annarra14Góður maður gengur í ábyrgð fyrir náunga sinn,
aðeins siðblindur maður bregst slíku trausti.
15Gleym aldrei þakkarskuld við ábyrgðarmann,
hann lagði sjálfan sig í sölur fyrir þig.
16Syndarinn féflettir ábyrgðarmann
17og bregst vanþakklátur þeim er hjálpaði honum.
18Ábyrgð hefur gert marga efnamenn snauða
og hrakið þá eins og bylgjur hafsins.
Auðmenn hefur hún svipt húsi,
flæmt þá á vergang hjá framandi þjóðum.
19Syndarinn, sem tekur veð,
sækist eftir gróða en verður stefnt fyrir rétt.
20Hjálpa þú náunga þínum svo sem efni þín leyfa,
ver gætinn svo að það verði þér ei til falls.
Um heimili og gestrisni21Frumþarfir lífsins eru vatn, brauð og klæði
og hús sem skýlir einkalífi.
22Betri er fátækt undir bjálkaþaki, þótt hreysi sé,
en glæstustu veislur í annarra húsum.
23Lát þér nægja það sem þú hefur,
hvort heldur er lítið eða mikið,
þá verður þér ekki hallmælt fyrir vergang.
24Það er ill ævi að ganga hús úr húsi,
þar sem þú átt eigi heima máttu ekkert segja.
25Það er ei þakkað þótt þú berir gestum mat og drykk,
þú verður auk þess bituryrði að bera:
26„Komdu, förumaður, dúkaðu borðið.
Gef mér að eta það sem þú ert með í höndum.
27Út með þig, förumaður, vík fyrir þér fremri,
ég þarfnast húss míns því að bróðir minn er í heimsókn.“
28Fyrirlitning fyrir flakk, last lánardrottna,
hart er þvílíkt hyggnum manni.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.