Esekíel 35 - Biblían (2007)

Dómur yfir Seír

1Orð Drottins kom til mín:

2Mannssonur, snúðu þér að Seírfjalli, spáðu gegn því

3og segðu: Svo segir Drottinn Guð:

Nú held ég gegn þér, Seírfjalllendi,

og rétti út hönd mína gegn þér.

Ég geri þig að eyðimörk og auðn,

4borgir þínar legg ég í rúst

og þú skalt verða eyðimörk.

Þá muntu skilja að ég er Drottinn.

5Þú hefur alið á fjandskap við Ísraelsmenn frá fornu fari og þú ofurseldir þá sverðinu á neyðarstund þeirra, á stund lokauppgjörsins við þá.

6Þess vegna, svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn Guð, mun ég láta þér blæða og blóð skal ofsækja þig. Þú bakaðir þér blóðskuld, því skal blóð ofsækja þig.

7Ég mun gera Seírfjall að eyðimörk og auðn og tortíma öllum sem fara þar um.

8Ég mun þekja fjöll þess vegnum mönnum. Á hólum þínum, í dölum þínum og gljúfrum munu þeir falla sem lagðir verða sverði.

9Ég mun gera þig að ævarandi eyðimörk,

borgir þínar verða auðar.

Þá munuð þið skilja að ég er Drottinn.

10Þú sagðir: Báðar þjóðirnar og bæði löndin eru mín eign og ég slæ eign minni á þau þó að Drottinn sé þar.

11Þess vegna segir Drottinn Guð: Svo sannarlega sem ég lifi mun ég láta þig kenna á sams konar reiði og öfund og þú lést þá kenna á í hatri þínu. Ég mun sýna þér hver ég er þegar ég dæmi þig.

12Þá muntu skilja að ég er Drottinn. Ég hef heyrt öll smánaryrðin sem þú mæltir gegn fjöllum Ísraels þegar þú sagðir: „Þau eru í eyði, þau hafa verið gefin okkur til viðurværis.“

13Þið hafið talað gegn mér með gífuryrðum og beint að mér ósvífnum orðum. Ég heyrði það.

14Svo segir Drottinn Guð: Þar sem þú gladdist yfir því að land mitt er í eyði mun ég fara eins með þig.

15Þar sem þú gladdist yfir að erfðaland Ísraelsmanna var lagt í eyði mun ég fara eins með þig. Fjalllendi Seír og allt Edóm skal verða eyðimörk. Þá munu þeir skilja að ég er Drottinn.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help