Sálmarnir 140 - Biblían (2007)

1Til söngstjórans. Davíðssálmur.

2Bjarga mér, Drottinn, frá illmennum,

vernda mig fyrir ofbeldismönnum,

3fyrir þeim sem hafa illt í hyggju

og daglega efna til ófriðar.

4Þeir hvessa tungur sínar eins og höggormar,

nöðrueitur er undir vörum þeirra. (Sela)

5Varðveit mig, Drottinn, fyrir hendi óguðlegra,

vernda mig fyrir ofbeldismönnum,

fyrir þeim sem hyggjast bregða fyrir mig fæti.

6Ofstopamenn lögðu gildrur fyrir mig,

illviljaðir þöndu út net sín,

lögðu snörur fyrir mig við veginn. (Sela)

7Ég sagði við Drottin: Þú ert Guð minn.

Ljá eyra grátbeiðni minni.

8Drottinn, Guð minn, þú ert mér máttug hjálp,

þú skýlir höfði mínu á orrustudegi.

9Drottinn, uppfyll eigi óskir hins óguðlega,

lát vélráð hans ekki takast. (Sela)

10Þeir sem sitja um mig skulu ekki reigja höfuðið,

formælingarnar á vörum þeirra komi yfir þá.

11Yfir þá rigni eldsglóðum,

þeir falli í gryfjur sem þeir komast ekki upp úr.

12Rógberi skal ekki fá að lifa í landinu,

ofbeldismanninn skal ógæfan elta með barsmíð.

13Ég veit að Drottinn flytur mál hins umkomulausa,

rekur réttar snauðra.

14Réttlátir skulu lofa nafn þitt,

hreinlyndir búa fyrir augliti þínu.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help