Sálmarnir 13 - Biblían (2007)

1Til söngstjórans. Davíðssálmur.

2Hve lengi, Drottinn, ætlar þú að gleyma mér með öllu?

Hve lengi ætlar þú að hylja auglit þitt fyrir mér?

3Hve lengi á ég að hafa beyg í brjósti,

sorg í hjarta dag frá degi?

Hve lengi á fjandmaður minn að hrósa sigri yfir mér?

4Lít til mín, svara mér, Drottinn, Guð minn.

Tendra ljós augna minna

svo að ég sofni ekki svefni dauðans

5og fjandmaður minn geti ekki sagt: „Ég hef sigrast á honum,“

og óvinir mínir fagni ekki yfir því að mér skrikaði fótur.

6Ég treysti gæsku þinni, hjarta mitt gleðst yfir hjálp þinni.

Ég vil syngja Drottni lof

því að hann hefur gert vel til mín.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help