1Jótam var tuttugu og fimm ára þegar hann varð konungur og hann ríkti sextán ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Jerúsa og var Sadóksdóttir.
2Hann gerði það sem rétt var í augum Drottins alveg eins og Ússía, faðir hans. Þó gekk hann ekki inn í musteri Drottins. En fólkið vann enn þá óhæfuverk.
3Það var Jótam sem lét reisa efra hliðið í húsi Drottins og vinna mikið að byggingu múrsins við Ófel.
4Hann reisti einnig borgir í fjalllendi Júda og í skóginum reisti hann virki og turna.
5Hann átti í stríði við konung Ammóníta og sigraði. Á því ári greiddu Ammónítar honum hundrað sikla silfurs, tíu þúsund kór af hveiti og tíu þúsund kór af byggi. Sama skatt urðu Ammónítar að greiða honum annað árið og það þriðja.
6Jótam varð voldugur af því að hann gekk óhvikull frammi fyrir augliti Drottins, Guðs síns.
Jótam deyr7Það sem ósagt er af sögu Jótams, um allar styrjaldir hans og verk, er skráð í bók konunga Ísraels og Júda.
8Hann var tuttugu og fimm ára þegar hann varð konungur og ríkti sextán ár í Jerúsalem.
9Jótam var lagður til hvíldar hjá feðrum sínum og grafinn í borg Davíðs. Akas, sonur hans, varð konungur eftir hann.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.