1En sálir réttlátra eru í hendi Guðs
og engin kvöl mun ná til þeirra.
2Í augum heimskingjanna eru þeir dánir.
Brottför þeirra er talin ógæfa
3og viðskilnaður þeirra við oss tortíming
en þeir eru í friði.
4Enda þótt þeim væri refsað að mati manna
eiga þeir vissa von um ódauðleika.
5Eftir skammvinna hirting munu þeir njóta mikillar gæsku
því að Guð reyndi þá
og fann að þeir voru honum maklegir.
6Eins og gull í deiglu reyndi hann þá
og tók við þeim sem brennifórnargjöf.
7Á þeirri stundu er hann kemur og vitjar þeirra munu þeir upptendrast
eins og neistaflug í hálmi.
8Þeir munu dæma þjóðirnar og drottna yfir lýðunum
og Drottinn mun verða konungur þeirra að eilífu.
9Þeir sem treysta á hann munu þekkja sannleikann
og hinir trúu munu vera hjá honum í kærleika.
Hann mun veita sínum heilögu náð og miskunn
og vitja sinna útvöldu.
Refsing hinna guðlausu10En hinir guðlausu munu þola refsingu fyrir vélráð sín,
þeir sem smánuðu hinn réttláta og féllu frá Drottni.
11Vesælir eru þeir sem fyrirlíta speki og aga.
Von þeirra er tál, erfiðið fánýtt
og verkið gagnslaust.
12Konur þeirra eru heimskar,
börn þeirra vond
og bölvað þeirra kyn.
Umbun dygðarinnar13Sæl er óbyrjan sem óflekkuð er
og aldrei hefur sængað í synd.
Hún mun hljóta umbun þegar Guð vitjar sálnanna.
14Sæll er geldingurinn sem eigi hefur framið lögmálsbrot
og eigi hefur hugsað illt gegn Drottni.
Því að trúfesti hans mun launuð með valinni gjöf
og æðra hlutskipti í musteri Drottins.
15Ávöxtur heiðarlegrar iðju er lofsverður
og rótin, sem viskan sprettur af, er óhagganleg.
16En hórbörn munu ekki ná þroska
og afsprengi legorðsbrota munu afmáð.
17Þótt þau verði langlíf munu þau að vettugi virt
og elli þeirra að lyktum ærulaus.
18Deyi þau fyrir aldur fram eiga þau enga von
og enga huggun á skapadægri.
19Ill eru endalok rangláts kyns.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.