Jobsbók 35 - Biblían (2007)

Þriðja ræða Elíhú

1Elíhú tók til máls og sagði:

2Telurðu réttmætt að segja:

„Ég hef rétt fyrir mér, ekki Guð,“

3og spyrja: „Hvað gagnar það mér,

hvaða ávinning hef ég af því að syndga ekki?“

4Nú skal ég svara þér

og vinum þínum með þér:

5Horfðu til himins og sjáðu,

virtu fyrir þér skýin hátt fyrir ofan þig.

6Hvað gerirðu honum með því að syndga?

Hvað gerirðu honum ef brot þín eru mörg?

7Hvað gefurðu honum með því að vera réttlátur

eða hvað þiggur hann úr hendi þinni?

8Ranglæti þitt kemur niður á fólki eins og þér,

réttlæti þitt snertir aðeins menn.

9Menn kveina undan fjölmörgum kúgurum,

hrópa á hjálp undan oki voldugra

10en enginn spyr: „Hvar er Guð, skapari minn,

sem lætur lofsöng hljóma um nótt,

11hefur veitt oss meiri þekkingu en dýrum merkurinnar

og meiri skynsemi en fuglum himinsins?“

12Hann svarar ekki þegar þeir hrópa

vegna hroka illmenna.

13Það er til einskis, Guð heyrir ekki,

Hinn almáttki gefur því engan gaum.

14Þótt þú segir að þú verðir hans ekki var

þá hefur mál þitt verið lagt fyrir hann

og þú verður að bíða hans.

15En nú, þegar hann hefur ekki refsað í reiði sinni

og lætur sér fátt um afbrot finnast,

16galopnar Job munninn, fleiprar

og veður elginn í skilningsleysi sínu.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help