Sálmarnir 4 - Biblían (2007)

1Til söngstjórans. Með strengjaleik. Davíðssálmur.

2Svara mér þegar ég hrópa,

þú, Guð réttlætis míns.

Þá er að mér þrengdi rýmkaðir þú um mig.

Miskunna mér og heyr bæn mína.

3Þér menn: Hve lengi hyggist þér veitast að sæmd minni,

elska hégómann og leita til lyginnar? (Sela)

4Vitið að Drottinn er náðugur þeim sem honum er trúr,

Drottinn heyrir er ég hrópa til hans.

5Skelfist en syndgið ekki,

hugleiðið þetta í hvílum yðar og verið hljóðir. (Sela)

6Færið réttar fórnir

og treystið Drottni.

7Margir segja: „Hver lætur oss hamingju líta?“

Drottinn, lát ljós auglitis þíns lýsa yfir oss.

8Þú hefur glatt hjarta mitt

meira en aðrir gleðjast yfir gnægð korns og víns.

9Í friði leggst ég til hvíldar og sofna

því að þú einn, Drottinn,

lætur mig hvíla óhultan í náðum.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help