Sálmarnir 99 - Biblían (2007)

1Drottinn er konungur, þjóðirnar skjálfa,

hann situr uppi yfir kerúbunum, jörðin nötrar.

2Drottinn er voldugur á Síon

og hafinn yfir allar þjóðir,

3þær lofi nafn þitt, máttugt og ógnþrungið.

Heilagur er hann.

4Voldugi konungur, þú elskar réttinn.

Réttvísina stofnsettir þú,

komst á rétti og réttlæti í Jakob.

5Tignið Drottin, Guð vorn,

og fallið fram fyrir fótskör hans.

Heilagur er hann.

6Móse og Aron voru meðal presta hans,

Samúel meðal þeirra er ákölluðu nafn hans.

Þeir hrópuðu til Drottins

og hann bænheyrði þá.

7Hann talaði til þeirra í skýstólpanum

og þeir héldu boð hans

og lög þau sem hann setti þeim.

8Drottinn, Guð vor, þú bænheyrðir þá,

þú reyndist þeim fyrirgefandi Guð

en refsaðir þeim fyrir misgjörðir þeirra.

9Tignið Drottin, Guð vorn,

og fallið fram fyrir hans heilaga fjalli

því að heilagur er Drottinn, Guð vor.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help