Orðskviðirnir 18 - Biblían (2007)

1Sérlyndur maður fer að eigin geðþótta

og hafnar hverju hollráði.

2Heimskinginn keppir ekki að hyggindum

heldur að gera skoðanir sínar kunnar.

3Komi illmennið kemur háðungin einnig

og smáninni fylgir skömm.

4Djúp vötn eru orð af manns munni,

lind viskunnar er sem rennandi lækur.

5Það er ekki rétt að draga taum hins rangláta

og halla rétti hins saklausa í dómi.

6Orð heimskingjans valda deilum,

munnur hans býður höggunum heim.

7Munnur heimskingjans verður honum að falli

og varirnar eru lífi hans snara.

8Sæt eru orð rógberans,

þau ná til innstu fylgsna mannsins.

9Kærulaus verkmaður er albróðir niðurrifsmannsins.

10Nafn Drottins er sterkur turn,

þangað hleypur hinn réttláti og er óhultur.

11Auður ríks manns er honum öflugt vígi

og ókleifur múrveggur að hans hyggju.

12Dramb hjartans er undanfari falls,

hógværð er undanfari sæmdar.

13Svari einhver áður en hann hlustar

er það heimska hans og skömm.

14Kjarkur styrkir menn í sjúkleika

en hver fær borið dapurt geð?

15Hjarta hins hyggna aflar sér þekkingar

og eyra hinna vitru leitar þekkingar.

16Gjöf greiðir þeim veg sem gefur

og leiðir hann fram fyrir stórmenni.

17Sá er fyrst flytur mál sitt virðist hafa á réttu að standa

uns andstæðingurinn vefengir rök hans.

18Hlutkestið bindur enda á deilu

og sker úr málum hinna voldugu.

19Hlunnfarinn bróðir er sem rammbyggt virki,

deilur sem slagbrandar fyrir hallardyrum.

20Af ávexti munnsins mettast kviðurinn,

uppskera varanna seður manninn.

21Dauði og líf eru á valdi tungunnar,

sá sem henni beitir mun og þiggja ávöxt hennar.

22Sá sem eignast konu eignast gersemi

og hlýtur náðargjöf frá Drottni.

23Hinn fátæki biður í auðmýkt

en hinn ríki svarar með hörku.

24Til eru vinir sem bregðast

og til er sá vinur sem reynist tryggari en bróðir.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help