1Hallelúja.
Lofið Guð í helgidómi hans,
lofið hann í voldugri festingu hans.
2Lofið hann fyrir máttarverk hans,
lofið hann vegna mikillar hátignar hans.
3Lofið hann með lúðurhljómi,
lofið hann með hörpu og gígju.
4Lofið hann með bumbum og gleðidansi,
lofið hann með flautum og strengjaleik.
5Lofið hann með hljómandi skálabumbum,
lofið hann með hvellum skálabumbum.
6Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin.
Hallelúja.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.