Sálmarnir 94 - Biblían (2007)

1Drottinn, Guð hefndarinnar,

Guð hefndarinnar, birst þú í ljóma.

2Rís þú upp, dómari jarðar,

endurgjald drembilátum breytni þeirra.

3Hve lengi, Drottinn, mega guðlausir,

hve lengi mega guðlausir fagna?

4Þeir ausa úr sér stóryrðum,

allir illvirkjar hreykja sér.

5Þeir kremja lýð þinn, Drottinn,

kúga arfleifð þína,

6drepa ekkjur og aðkomandi

og myrða munaðarlausa.

7Þeir segja: „Drottinn sér þetta ekki,

Guð Jakobs tekur ekki eftir því.“

8Takið eftir, þér hinir skilningslausu meðal lýðsins

og vitgrönnu, hvenær ætlið þér að vitkast?

9Mun sá eigi heyra sem eyranu hefur plantað

og sá eigi sjá sem augað hefur til búið?

10Skyldi sá ekki hegna sem agar þjóðirnar,

hann, sem kennir manninum visku?

11Drottinn þekkir hugsanir manna,

veit að þær eru vindgustur einn.

12Sæll er sá maður er þú agar, Drottinn,

og fræðir með lögmáli þínu

13svo að hann njóti friðar á erfiðum dögum

uns hinum óguðlega verður grafin gröf.

14Drottinn mun ekki hafna lýð sínum,

hann mun ekki yfirgefa arfleifð sína.

15Réttlætið mun aftur ríkja í réttarfari

og allir hjartahreinir munu lúta því.

16Hver mun rísa gegn guðlausum mín vegna,

hver standa með mér gegn illgjörðamönnum?

17Hefði Drottinn ekki verið hjálp mín

yrði bústaður minn brátt í landi þagnarinnar.

18Þegar ég hugsa: „Mér skriðnar fótur,“

þá styður mig miskunn þín, Drottinn.

19Þegar áhyggjur þjaka mig

hressir huggun þín sál mína.

20Ert þú í bandalagi við hinn spillta dómstól

sem misnotar lögin og veldur þjáningu?

21Þeir sitja um líf hins réttláta og sakfella saklaust blóð.

22En Drottinn er mér háborg

og Guð minn klettur mér til hælis.

23Hann geldur þeim misgjörð þeirra

og tortímir þeim í illsku þeirra,

Drottinn, Guð vor, afmáir þá.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help