1Allur Ísrael safnaðist nú saman hjá Davíð í Hebron og sagði: „Við erum hold þitt og bein.
2Áður fyrr, á meðan Sál var konungur, varst það alltaf þú sem leiddir Ísrael í hernað og heim aftur. Auk þess hefur Drottinn, Guð þinn, sagt við þig: Þú skalt vaka yfir þjóð minni, Ísrael. Þú skalt verða þjóðhöfðingi Ísraels.“
3Þegar allir öldungar Ísraels voru komnir til konungsins í Hebron gerði Davíð konungur sáttmála við þá frammi fyrir augliti Drottins. Því næst smurðu þeir Davíð til konungs yfir Ísrael samkvæmt þeim boðskap Drottins sem Samúel hafði flutt.
Davíð tekur Jerúsalem4Davíð hélt nú ásamt öllum Ísrael til Jerúsalem, það er að segja til Jebús. Þar voru fyrir Jebúsítar sem þá bjuggu í landinu.
5Þeir sögðu við Davíð: „Þú kemst ekki inn í borgina.“ Samt tók Davíð klettavirkið Síon sem varð borg Davíðs.
6Þá sagði Davíð: „Sá sem fyrstur sigrar Jebúsíta skal verða foringi og hershöfðingi.“ Jóab Serújuson fór fyrstur upp og varð hershöfðingi.
7Davíð settist nú að í virkinu. Þess vegna var það nefnt borg Davíðs.
8Hann lét síðan reisa víggirðingu umhverfis virkið frá Milló og allt í kring en Jóab lét lagfæra aðra hluta borgarinnar.
9Davíð varð nú sífellt voldugri og Drottinn hersveitanna var með honum.
Kappar Davíðs10Þetta eru helstu kappar Davíðs. Þeir studdu konungdóm hans ásamt öllum Ísrael og gerðu hann að konungi yfir Ísrael samkvæmt orði Drottins.
11Þetta er skrá yfir kappa Davíðs: Jasóbeam Hakmóníson var foringi hinna þriggja. Hann sveiflaði spjóti sínu yfir þrjú hundruð mönnum og felldi þá.
12Næstur honum var Ahóhítinn Eleasar Dódóson. Hann var einn hinna þriggja kappa.
13Hann var með Davíð í Pas Dammím þegar Filistear söfnuðust þar saman til bardaga. Þar var akurspilda alsprottin byggi. Þegar herinn hafði flúið
14nam hann staðar á miðjum akrinum, varði hann og hjó Filisteana niður. Þannig veitti Drottinn honum mikinn sigur.
15Einhverju sinni þegar herbúðir Filistea voru á Refaímsléttu fóru þrír af köppunum þrjátíu niður af klettinum til Davíðs í Adúllamhelli.
16Davíð dvaldist þá í fjallavirkinu en framvarðarsveit Filistea í Betlehem.
17Þá þyrsti Davíð mjög og hann spurði: „Hver vill sækja mér vatn úr brunninum við borgarhliðið í Betlehem?“
18Þá brutust kapparnir þrír inn í herbúðir Filistea, jusu vatni úr brunninum við borgarhliðið í Betlehem, tóku það með sér og færðu Davíð. Hann vildi þó ekki drekka vatnið heldur dreypti því í dreypifórn handa Drottni
19og sagði: „Guð minn forði mér frá að gera slíkt. Á ég að drekka blóð þessara manna sem hættu lífi sínu til að sækja vatnið?“ Þess vegna vildi hann ekki drekka það. Þetta afrek unnu kapparnir þrír.
20Abísaí, bróðir Jóabs, var foringi hinna þrjátíu. Hann sveiflaði spjóti sínu yfir þrjú hundruð mönnum og felldi þá. Hann var virtur af köppunum þremur.
21Hann var mikils metinn af hinum þrjátíu og varð foringi þeirra en hann jafnaðist ekki á við kappana þrjá.
22Benaja Jójadason, sem var frá Kapseel, var hraustur maður og vann mörg afrek. Hann drap báða syni Aríels frá Móab. Eitt sinn þegar snjóaði fór hann niður í gryfju og drap þar ljón.
23Hann felldi einnig risavaxinn Egypta sem var fimm álnir á hæð. Egyptinn hafði spjót í hendi, digurt sem vefjarrif. En Benaja réðst á hann með staf, reif spjótið úr hendi Egyptans og drap hann með hans eigin spjóti.
24Slík afrek vann Benaja Jójadason og var virtur af köppunum þremur.
25Hann var mikils metinn af hinum þrjátíu en hann jafnaðist ekki á við kappana þrjá. Davíð setti hann yfir lífvörð sinn.
26Hraustar stríðshetjur voru: Asahel, bróðir Jóabs, Elhanan Dódóson frá Betlehem,
27Sammót frá Harór, Heles frá Palon,
28Íra Íkkesson frá Tekóa, Abíeser frá Anatót,
29Sibbekaí frá Húsa, Ílaí frá Ahó,
30Maharí frá Netófa, Heled Baanason frá Netófa,
31Íttaí Ríbaíson frá Gíbeu í Benjamín, Benaja frá Píraton,
32Húraí frá Nahale Gaas, Abíel frá Araba,
33Asmavet frá Bahúrím, Eljahba frá Saalbón,
34Hasem frá Gíson, Jónatan Sageson frá Harar,
35Ahíam Sakarsson frá Harar, Elífal Úrsson,
36Hefer frá Mekera, Ahía frá Palon,
37Hesró frá Karmel, Naaraí Esbaíson,
38Jóel, bróðir Natans, Míbhar Hagríson,
39Selek Ammóníti, Nahraí Beerótíti, skjaldsveinn Jóabs Serújusonar,
40Íra frá Jattír, Gareb frá Jattír,
41Úría Hetíti, Sabad Ahlaíson,
42Adína Sísason, af ættbálki Rúbens, höfðingi Rúbensniðja og foringi þrjátíu manna liðs,
43Hanan Maakason og Jósafat frá Meten,
44Ússía frá Astera, Sama og Jeíel Hótamssynir frá Aróer,
45Jedíael Simríson og Jóha, bróðir hans, frá Tís,
46Elíel frá Mahanaím og Jeríbaí og Jósavja Elnaamssynir og Jítma Móabíti,
47Elíel og Óbeð og Jaasíel frá Mesóbaja.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.