Jobsbók 8 - Biblían (2007)

Fyrsta ræða Bildads

1Þá svaraði Bildad frá Súa og sagði:

2Hversu lengi ætlar þú að tala þannig?

Orðin í munni þínum eru hvassviðri.

3Hallar Guð réttinum

eða hallar Hinn almáttki réttlætinu?

4Hafi börn þín syndgað gegn honum

ofurseldi hann þau eigin misgjörðum.

5Hafir þú sjálfur gert það

skaltu leita Guðs

og biðja Hinn almáttka miskunnar.

6Sértu hreinn og beinn

mun hann vakna til að sinna þér

og endurreisa bústað þinn eins og þú verðskuldar.

7Þá verður fortíð þín léttvæg

en framtíð þín glæst.

8Spyrðu fyrri kynslóðir

og gefðu gaum að reynslu feðranna

9því að vér erum frá því í gær og vitum ekkert

og dagar vorir á jörðinni eru skuggi.

10Munu þeir ekki fræða þig, segja þér frá

og flytja boðskap úr hugarheimi sínum?

11„Vex papýrussef nema í mýri,

sprettur stör án vatns?

12Óslegið og í blóma

skrælnar það á undan öðru grasi.“

13Þannig fer fyrir öllum sem gleyma Guði

og von guðleysingjans verður að engu.

14Hann treystir veikum þráðum,

reiðir sig á köngurlóarvef.

15Hann styður sig við hús sitt en það stendur ekki,

grípur í það en það lætur undan.

16Hann er safarík jurt í sólskini

og rótarskotin teygja sig um garðinn.

17Rætur hans fléttast um grjótið

og festast milli steina.

18Verði hann upprættur af stað sínum

hafnar staðurinn honum og segir: „Ég hef aldrei séð þig áður.“

19Já, þannig rennur ævi hans út í sandinn

en annar sprettur úr moldinni.

20Nei, Guð hafnar aldrei hinum vammlausa,

styrkir ekki hönd illvirkjans.

21Einhvern tíma fyllir hann munn þinn hlátri

og varir þínar gleðihrópum.

22Hatursmenn þínir hyljast smán

og tjald guðleysingja stendur ekki lengur.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help