Önnur Mósebók 11 - Biblían (2007)

Tíunda plágan boðuð

1Drottinn sagði við Móse: „Ég ætla að senda enn eina plágu yfir faraó og Egypta. Eftir það leyfir hann ykkur að fara héðan. Þegar hann veitir ykkur fararleyfi mun hann jafnvel reka ykkur héðan.

2Brýndu nú fyrir fólkinu að karlar og konur biðji kunningja sína um gull- og silfurgripi.“

3Drottinn hafði látið fólkið njóta velvildar. Móse var mikils metinn maður í Egyptalandi, bæði af þjónum faraós og almenningi.

4Móse sagði: „Svo segir Drottinn: Um miðnætti geng ég sjálfur mitt í gegnum Egyptaland.

5Þá mun sérhver frumburður í Egyptalandi deyja, frá frumburði faraós, sem situr í hásæti sínu, til frumburðar ambáttarinnar, sem situr við kvörnina, ásamt öllum frumburðum búfjár.

6Verður þá slíkt harmakvein um allt Egyptaland að annað eins hefur aldrei heyrst né mun heyrast.

7En ekki mun svo mikið sem hundur gelta að Ísraelsmönnum, hvorki mönnum né skepnum, svo að þið komist að raun um að Drottinn gerir greinarmun á Egyptum og Ísraelsmönnum.

8Allir þjónar þínir munu þá koma hingað til mín, falla fram fyrir mér og segja: Far burt, þú sjálfur og allt fólkið sem fylgir þér. Síðan fer ég.“ Því næst gekk Móse út frá faraó og var hinn reiðasti.

9Drottinn sagði við Móse: „Faraó mun ekki hlusta á ykkur og af því leiðir að stórmerki mín verða mörg í Egyptalandi.“

10Móse og Aron gerðu öll þessi stórmerki fyrir augum faraós en Drottinn herti hjarta hans svo að hann leyfði Ísraelsmönnum ekki að fara úr landi sínu.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help