Sálmarnir 20 - Biblían (2007)

1Til söngstjórans. Davíðssálmur.

2Drottinn bænheyri þig á degi neyðarinnar,

nafn Jakobs Guðs verndi þig.

3Hann sendi þér hjálp frá helgidóminum,

styðji þig frá Síon.

4Hann minnist allra kornfórna þinna

og taki brennifórn þína gilda. (Sela)

5Hann veiti þér það sem hjarta þitt þráir,

láti öll áform þín lánast.

6Þá munum vér fagna yfir sigri þínum,

hefja upp fánann í nafni Guðs vors.

Drottinn uppfylli allar óskir þínar.

7Nú veit ég að Drottinn veitir hjálp sínum smurða,

bænheyrir hann frá sínum helga himni

og hjálpar með máttugri hægri hendi sinni.

8Aðrir treysta á hervagna og hesta

en vér áköllum nafn Drottins, Guðs vors.

9Þeir kiknuðu í hnjánum og féllu

en vér rísum og stöndum uppréttir.

10Drottinn, veit konunginum sigur.

Bænheyr oss er vér hrópum.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help