1Barnið mitt, sviptu ekki bágstaddan björg,
lát eigi þurfandi augu lengi mæna.
2Særðu ekki þann sem sveltur,
skaprauna þeim eigi sem líður skort.
3Auk ekki angur þess sem þegar er bitur
og drag ekki nauðstaddan á gjöf þinni.
4Synja ei bón aðþrengds manns
og snú eigi baki við fátækum.
5Bein eigi sjónum frá þurfandi manni
og gef honum ekki ástæðu til að formæla þér.
6Biðji hann þér bölbæna í nístandi biturð
mun sá sem hann skóp heyra bæn hans.
7Ger þig kæran söfnuðinum,
auðsýn valdsmönnum virðingu.
8Hlýð á orð fátæks manns,
svara ávarpi hans vingjarnlega.
9Bjarga ofsóttum frá ofsækjendum
og ver fastur fyrir þegar þú dæmir.
10Vertu munaðarlausum sem faðir
og ekkjum stoð í makans stað.
Þá munt þú verða Hinum hæsta sem sonur,
hann mun elska þig meir en móðir þín.
Spekin sem kennari11Spekin hefur börn sín til vegs
og tekur þau að sér sem hennar leita.
12Sá sem elskar hana elskar lífið,
árrisulir hennar vegna hljóta ómældan fögnuð.
13Sá sem spekina höndlar auðnast vegsemd
og blessun Drottins fylgir henni.
14Þeir þjóna Hinum heilaga sem þjóna spekinni
og Drottinn elskar þá sem unna henni.
15Sá sem hlýðir spekinni mun dæma lýði,
sá er henni fylgir mun óhultur búa.
16Treysti hann spekinni mun hún verða eign hans
og ganga í arf til niðja hans.
17Fyrst mun hún leiða hann um torfæra stigu
og vekja honum ótta og skelfingu.
Spekin agar hann með þjáningum
uns hann ber fullt traust til hennar.
Hún reynir hann með kröfum sínum.
18Hún kemur síðan rakleitt til hans á ný,
gleður hann og birtir honum sína leyndu dóma.
19Ef hann leiðist afvega yfirgefur hún hann
og ofurselur hann glötun.
Forðastu illt20Tak ráð í tíma og forðast illt,
blygðast þín eigi fyrir sjálfan þig.
21Til er blygðun sem leiðir til syndar
og blygðun sem heiður vex af og hylli.
22Ger þér engan mannamun þér til skaða,
lát eigi auðmýkja þig og ganga á hlut þinn.
23Skirrstu ekki við að segja hug þinn þegar þér ber
[og leyn ekki speki þinni].
24Af orðum má spekina þekkja
og menntun af málfari.
25Mæl aldrei gegn sannleikanum
en fyrirverð þig fyrir fáfræði þína.
26Blygðast þín eigi fyrir að játa syndir þínar
og reyndu eigi að stöðva árstraum.
27Smjaðra ekki fyrir heimskum manni
og dragðu eigi taum valdhafa.
28Legg líf þitt að veði í baráttu fyrir sannleikann,
þá mun Drottinn Guð berjast þér við hlið.
29Ver hvorki stórlátur í orðum
né latur og hirðulaus í verkum.
30Ver ekki ljóni líkur heima fyrir,
eigi dyntóttur við þjóna þína.
31Hafðu ekki höndina teygða út til að þiggja
en að þér kippta er launa ber.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.