1Hvernig getur nokkur ykkar, sem á sökótt við annan, fengið af sér að fara með málið fyrir dóm ranglátra en ekki heilagra?
2Eða vitið þið ekki að heilagir eiga að dæma heiminn? Og ef þið eigið að dæma heiminn eruð þið þá óverðugir að dæma í hinum minnstu málum?
3Vitið þið eigi að við eigum að dæma engla? Hvað þá heldur hversdagsleg efni!
4Þegar þið eigið að dæma um hversdagsleg efni, þá kveðjið þið að dómurum menn sem að engu eru hafðir í söfnuðinum.
5Ég segi það ykkur til blygðunar. Er þá enginn vitur til á meðal ykkar sem skorið geti úr málum milli safnaðarmanna?
6Í stað þess eigið þið í málum innbyrðis og það fyrir vantrúuðum.
7Það út af fyrir sig að þið standið í málaferlum hvert við annað er í sjálfu sér hnekkir fyrir ykkur. Hví líðið þið ekki heldur órétt? Hví látið þið ekki heldur hafa af ykkur?
8Þess í stað gerið þið öðrum rangt til og hafið af þeim og það trúsystkinum.
9Vitið þið ekki að ranglátir munu ekki erfa Guðs ríki? Villist ekki! Enginn sem er saurlífur, dýrkar falsguði eða lifir í hórdómi, enginn karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar,
10enginn þjófur eða fégráðugur, vínsvallari, rógberi eða fjársvikari fær að erfa Guðs ríki.
11Og þannig voruð þið sumir hverjir. En þið létuð laugast, létuð helgast, eruð réttlættir. Það gerði nafn Drottins Jesú Krists og andi vors Guðs.
Líkaminn musteri heilags anda12Allt er mér leyfilegt en ekki er allt gagnlegt. Allt er mér leyfilegt en ég má ekki láta neitt fá vald yfir mér.
13Maturinn er fyrir magann og maginn fyrir matinn en Guð mun hvort tveggja gera að engu. En líkaminn er ekki fyrir saurlífi heldur fyrir Drottin og Drottinn fyrir líkamann.
14Guð hefur uppvakið Drottin með mætti sínum og mun á sama hátt uppvekja okkur.
15Vitið þið ekki að líkamar ykkar eru limir Krists? Á ég þá að taka limi Krists og gera þá að skækjulimum? Fjarri fer því.
16Vitið þið ekki að sá sem liggur með skækju verður ásamt henni einn líkami? Því að ritað er: „Þau tvö munu verða einn líkami.“
17En sá er samlagar sig Drottni er einn andi með honum.
18Forðist saurlifnaðinn! Sérhver önnur synd, sem maðurinn drýgir, er fyrir utan líkama hans. En saurlífismaðurinn syndgar á móti eigin líkama.
19Vitið þið ekki að líkami ykkar er musteri heilags anda sem í ykkur er og þið hafið frá Guði? Þið eigið ykkur ekki sjálf.
20Þið eruð verði keypt. Vegsamið því Guð með líkama ykkar.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.