Jósúabók 12 - Biblían (2007)

Skrá um sigraða konunga

1Þetta eru konungar landsins sem Ísraelsmenn sigruðu. Þeir tóku síðan land þeirra til eignar austan Jórdanar, frá Arnondal að fjalllendi Hermon og allt sléttlendið austan megin.

2Síhon, konungur Amoríta, sem sat í Hesbon, ríkti yfir landinu frá Aróer sem er í útjaðri Arnondalsins og nær yfir hálft Gíleað að Jabbokadal sem er landamæri Ammóníta.

3Einnig ríkti hann yfir Arabasléttunni að Kinneretvatni, að vatninu á sléttlendinu, Saltasjó í austur í átt að Bet Jesímót og suður að hlíðum Pisgafjalls.

4Enn fremur lönd Ógs, konungs í Basan, sem var einn Refaítanna sem eftir voru og sat í Astarót og Edrei.

5Hann réð Hermonfjöllum og Salka og öllu Basan að löndum Gesúríta og Maakatíta og auk þess hálfu Gíleað að landi Síhons, konungs í Hesbon.

6Móse, þjónn Drottins, og Ísraelsmenn höfðu sigrað þá. Síðan hafði Móse, þjónn Drottins, fengið niðjum Rúbens og Gaðs ásamt hálfum ættbálki Manasse þetta land til eignar.

7Þetta eru konungar landsins sem Jósúa og Ísraelsmenn sigruðu vestan megin við Jórdan á svæðinu frá Baal Gað í Líbanondalnum og að Halakfjalli sem gnæfir yfir Seír. Land þessara konunga fékk Jósúa Ísrael til eignar, hverjum ættbálki sinn hlut sem hér segir:

8Í fjalllendinu og á láglendinu, á Arabasléttunni, í fjallshlíðunum, í eyðimörkinni og Suðurlandinu, land Hetíta, Amoríta, Kanverja, Peresíta, Hevíta og Jebúsíta:

9Konungurinn í Jeríkó einn, konungurinn í Aí, sem er til hliðar við Betel, einn,

10konungurinn í Jerúsalem einn, konungurinn í Hebron einn,

11konungurinn í Jarmút einn, konungurinn í Lakís einn,

12konungurinn í Eglon einn, konungurinn í Geser einn,

13konungurinn í Debír einn, konungurinn í Geder einn,

14konungurinn í Horma einn, konungurinn í Arad einn,

15konungurinn í Líbna einn, konungurinn í Adúllam einn,

16konungurinn í Makkeda einn, konungurinn í Betel einn,

17konungurinn í Tappúa einn, konungurinn í Hefer einn,

18konungurinn í Afek einn, konungurinn í Saron einn,

19konungurinn í Madon einn, konungurinn í Hasór einn,

20konungurinn í Simrón Meróm einn, konungurinn í Aksaf einn,

21konungurinn í Taanak einn, konungurinn í Megíddó einn,

22konungurinn í Kedes einn, konungurinn í Jokneam við Karmel einn,

23konungurinn í Dór á Dórhæð einn, konungurinn yfir Gojím í Galíleu einn,

24konungurinn í Tirsa einn, alls þrjátíu og einn konungur.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help