1Afklæð þig, Jerúsalem, hryggðar- og hörmungarskikkju þinni,
íklæðstu skarti Guðs dýrðar að eilífu.
2Sveipa þig möttli réttlætis Guðs,
set höfuðbúnað dýrðar Hins eilífa á höfuð þér.
3Guð mun sýna sérhverri þjóð á jörðu vegsemd þína
4því að Guð mun veita þér að eilífu nafnið:
„Friður vegna réttlætis, dýrð sakir guðrækni.“
5Rís upp, Jerúsalem, tak þér stöðu á hæðinni,
hef upp augu þín og horfðu í austur.
Lít börn þín sem safnað var saman að boði Hins heilaga,
þau koma úr vestri og austri,
fagnandi yfir að Guð minntist þeirra.
6Fótgangandi fóru þau frá þér,
leidd burt af óvinum.
En Guð færir þau aftur til þín
og munu þau borin í vegsemd líkt og í hásæti.
7Því að Guð hefur boðið að hvert hátt fjall skuli lækka,
eilífar hæðir jafnast
og dalirnir fyllast og verða að jafnsléttu
svo að Ísrael megi ganga fram í skjóli dýrðar Guðs.
8Að boði Guðs munu skógar og öll ilmandi tré
veita Ísrael skugga.
9Með ljósi dýrðar sinnar
og með miskunn sinni og réttlæti
mun Guð leiða Ísrael fagnandi heim.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.