1Reið þig ekki á auð þinn
og segðu ekki: „Ég á allt sem ég þarfnast.“
2Legg eigi sál þína og mátt í það
að eltast við girndir hjartans.
3Segðu ekki: „Ræður nokkur yfir mér?“
Þess mun Drottinn hegna.
4Segðu ekki: „Ég hef syndgað og hvað gerði það til?“
Biðlund Drottins er mikil.
5Vertu ekki svo viss um fyrirgefningu
að þú drýgir synd á synd ofan.
6Segðu ekki: „Miskunn Drottins er mikil,
hann mun fyrirgefa mér allar syndir.“
Hjá honum er miskunn að finna en einnig reiði,
til syndara ber hann heiftarhug.
7Drag eigi að hverfa aftur til Drottins,
fresta því ekki dag frá degi.
Reiði Drottins kemur óvænt yfir,
á degi hegningar er úti um þig.
8Reið þig ekki á rangfenginn auð,
hann mun þér gagnslaus á reynslutíma.
Einlægni og sjálfsstjórn9Vinsa ei korn hvernig sem blæs,
gakk eigi hverja götu sem fyrir verður,
þannig ferst syndara sem hræsnar.
10Haltu fast við sannfæringu þína,
ver sjálfum þér samkvæmur í orðum.
11Ver reiðubúinn til að hlusta á aðra
en hugsa þig vel um áður en þú svarar.
12Granna þínum skaltu svara hafir þú þekkingu til,
set ella tönn fyrir tungu.
13Af tali hlýst heiður en einnig vansæmd,
tunga manns getur orðið honum til falls.
14Þú skalt ekki kallast rógberi,
nota eigi tungu þína öðrum til falls.
Þjófur verður sér til skammar,
sá sem talar tungum tveim hlýtur harðan dóm.
15Bregstu hvorki í stóru né smáu.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.