Sálmarnir 41 - Biblían (2007)

1Til söngstjórans. Davíðssálmur.

2Sæll er sá sem sinnir bágstöddum,

á mæðudeginum bjargar Drottinn honum.

3Drottinn varðveitir hann

og lætur hann njóta lífs og sælu í landinu.

Þú ofurselur hann ekki græðgi óvina hans.

4Drottinn styður hann á sóttarsæng,

þú læknar hann þegar hann liggur sjúkur.

5Ég sagði: „Drottinn, miskunna mér,

lækna mig því að ég hef syndgað gegn þér.“

6Óvinir mínir óska mér ills:

„Hvenær skyldi hann deyja og nafn hans að engu verða?“

7Komi einhver að vitja mín talar hann innantóm orð,

leggur illgirnina á minnið, fer og breiðir hana út.

8Allir sem mig hata hvískra um mig,

þeir hyggja á illt mér til handa:

9„Hann er altekinn helsótt,

hann er lagstur og rís ekki framar.“

10Jafnvel vinur minn, sem ég treysti

og neytti matar við borð mitt,

lyftir hæl sínum móti mér.

11En þú, Drottinn, ver mér náðugur og hjálpa mér á fætur

svo að ég megi endurgjalda þeim.

12Ef óvinur minn hlakkar ekki yfir mér

veit ég að þú hefur þóknun á mér.

13Þú studdir mig af því að ég er saklaus

og lætur mig standa frammi fyrir augliti þínu að eilífu.

14Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels,

frá eilífð til eilífðar.

Amen. Amen.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help