Fyrri kroníkubók 25 - Biblían (2007)

Söngvarar musterisins

1Davíð og herforingjarnir völdu niðja Asafs, Hemans og Jedútúns til að annast lofgjörð að hætti spámanna og leika á gígjur, hörpur og málmgjöll. Hér á eftir fer skrá yfir þá menn sem önnuðust þessa þjónustu:

2Af niðjum Asafs: Sakkúr, Jósef, Netanja og Asarela. Synir Asafs voru undir stjórn Asafs sem lék að hætti spámanna undir stjórn konungs.

3Af Jedútún: synir Jedútúns, þeir Gedalja, Serí, Jesaja, Símeí, Hasabja og Mattitja, alls sex. Þeir voru undir stjórn Jedútúns, föður síns, sem lék Drottni þökk og lof á gígju að hætti spámanna.

4Af Heman: synir Hemans, þeir Búkkía, Mattanja, Ússíel, Sebúel, Jerímót, Hananja, Hananí, Elíata, Giddaltí, Rómamtí Eser, Josbekasa, Mallótí, Hótír og Mahasíót.

5Þeir voru allir synir Hemans, sjáanda konungs, samkvæmt fyrirheiti Guðs um að efla vald hans. Guð gaf Heman fjórtán syni og þrjár dætur.

6Allir þessir menn voru undir stjórn feðra sinna við sönginn í húsi Drottins. Þeir léku á málmgjöll, hörpur og gígjur við þjónustuna í húsi Guðs að fyrirmælum konungs.

7Þeir voru tvö hundruð áttatíu og átta talsins ásamt embættisbræðrum sínum sem hafði verið kennt að syngja Drottni söngva. Allt voru þetta þjálfaðir menn.

8Þeir köstuðu hlutkesti um skipan þjónustunnar, jafnt fyrir unga sem aldna, þá sem voru fullnuma og hina sem voru nemar.

9Fyrsti hluturinn féll á Jósef, annar á Gedalja, bræður hans og syni, tólf alls,

10þriðji á Sakkúr, syni hans og bræður, tólf alls,

11fjórði á Serí, syni hans og bræður, tólf alls,

12fimmti á Netanja, syni hans og bræður, tólf alls,

13sjötti á Búkkía, syni hans og bræður, tólf alls,

14sjöundi á Jesarela, syni hans og bræður, tólf alls,

15áttundi á Jesaja, syni hans og bræður, tólf alls,

16níundi á Mattanja, syni hans og bræður, tólf alls,

17tíundi á Símeí, syni hans og bræður, tólf alls,

18ellefti á Asareel, syni hans og bræður, tólf alls,

19tólfti á Hasabja, syni hans og bræður, tólf alls,

20þrettándi á Súbael, syni hans og bræður, tólf alls,

21fjórtándi á Mattitja, syni hans og bræður, tólf alls,

22fimmtándi á Jerímót, syni hans og bræður, tólf alls,

23sextándi á Hananja, syni hans og bræður, tólf alls,

24sautjándi á Josbekasa, syni hans og bræður, tólf alls,

25átjándi á Hananí, syni hans og bræður, tólf alls,

26nítjándi á Mallótí, syni hans og bræður, tólf alls,

27tuttugasti á Elíjata, syni hans og bræður, tólf alls,

28tuttugasti og fyrsti á Hótír, syni hans og bræður, tólf alls,

29tuttugasti og annar á Giddaltí, syni hans og bræður, tólf alls,

30tuttugasti og þriðji á Mahasíót, syni hans og bræður, tólf alls,

31tuttugasti og fjórði á Rómamti Eser, syni hans og bræður, tólf alls.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help