Hósea 8 - Biblían (2007)

Dómur yfir skurðgoðadýrkun

1Hef hafurshorn að vörum.

Það er sem örn komi yfir hús Drottins

2af því að menn hafa rofið sáttmála minn

og brotið gegn lögum mínum.

3Þeir hrópa til mín:

„Guð minn. Vér Ísraelsmenn þekkjum þig.“

Ísrael hefur hafnað því sem gott er,

fjandmaður skal ofsækja hann.

4Þeir tóku sér konunga

að mér forspurðum,

völdu sér höfðingja

sem ég viðurkenni ekki,

þeir gerðu sér skurðgoð úr silfri og gulli,

aðeins til að þeim yrði eytt.

5Afneita kálfi þínum, Samaría.

Reiði mín bálar gegn þeim,

hversu lengi verða þeir óhreinir?

6Þeir eru þó Ísraelsmenn.

En kálfinn gerði handverksmaður

svo að hann er ekki guð.

Kálfur Samaríu verður brotinn í spón.

7Þar sem þeir sáðu vindi

skulu þeir uppskera storm.

Ax án korns gefur ekki af sér mjöl

en beri það korn gleypir útlendingur það.

8Ísrael hefur verið gleyptur,

nú er hann innan um framandi þjóðir

eins og gagnslaust ker.

9Því að þeir fóru upp til Assúrs.

Villiasni fer einförum.

Efraím kaupir sér vináttu,

10en þó að þeir greiði framandi þjóðum skækjulaun

safna ég þeim nú saman

og brátt munu þeir engjast

undir áþján máttugs konungs.

11Þegar Efraím fjölgaði ölturum

til syndafórna

urðu þau honum ölturu til að syndga.

12Skrái ég fjölmörg boð mín fyrir hann

finnst honum þau framandleg.

13Þeim geðjuðust sláturfórnir,

þeir slátruðu og neyttu fórnarkjötsins

en Drottni þóknuðust þær ekki.

Nú minnist hann misgjörða þeirra,

dregur þá til ábyrgðar fyrir syndir þeirra.

Þeir skulu hverfa aftur til Egyptalands.

14Ísrael gleymdi skapara sínum

og reisti sér hallir

og Júda fjölgaði virkisborgum,

en ég mun senda eld í borgir hans

og eldurinn skal gleypa hallir hans.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help