Jesaja 12 - Biblían (2007)

Þakkargjörð hinna endurleystu

1Á þeim degi skaltu segja:

Ég vegsama þig, Drottinn. Þú varst mér reiður

en þér hvarf reiðin og þú huggaðir mig.

2Sjá, Guð er hjálp mín,

ég er öruggur og óttast ekki.

Því að Drottinn er vörn mín og lofsöngur,

hann kom mér til hjálpar.

3Þér munuð með fögnuði vatni ausa

úr lindum hjálpræðisins.

4Á þeim degi munuð þér segja:

Lofið Drottin, ákallið nafn hans.

Gerið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna.

Hafið í minnum að háleitt er nafn hans.

5Lofsyngið Drottni því að dásemdarverk hefur hann gert,

þau verða þekkt um alla jörð.

6Fagnið og gleðjist, þér sem búið á Síon,

því að Hinn heilagi Ísraels er mikill á meðal yðar.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help