1Eftir þetta vann Davíð sigur á Filisteum. Hann braut þá undir sig og náði stjórnartaumum höfuðborgarinnar úr hendi Filistea.
2Einnig sigraði hann Móabíta og mældi þá með mælisnúru. Hann lét þá leggjast á jörðina og mældi tvær snúrulengdir til lífláts og eina snúrulengd til lífs. Síðan urðu Móabítar skattskyldir þegnar Davíðs.
3Davíð sigraði einnig Hadadeser, konung í Sóba, son Rehóbs, í leiðangri til að endurreisa veldi sitt við Efratfljót.
4Davíð vann af honum sautján hundruð vagnliða og tuttugu þúsund fótgönguliða. Davíð lét skera í sundur hásinarnar á öllum stríðshestunum nema á hundrað hestum sem hann hélt eftir.
5Þegar Aramearnir frá Damaskus komu Hadadeser, konungi í Sóba, til hjálpar felldi Davíð tuttugu og tvö þúsund Aramea.
6Því næst setti Davíð landstjóra yfir ríki Aramea í Damaskus og þeir urðu skattskyldir þegnar Davíðs. Þannig studdi Drottinn Davíð hvert sem hann fór.
7Gullskildina, sem menn Hadadesers áttu, tók Davíð herfangi og flutti til Jerúsalem.
8Davíð konungur tók einnig mjög mikið af eir að herfangi úr borgum Hadadesers, Tebak og Berótaj.
9Þegar Tói, konungur í Hamat, frétti að Davíð hefði sigrað her Hadadesers
10sendi hann Jóram, son sinn, til Davíðs konungs með gripi úr gulli, silfri og eir. Hann lét flytja honum kveðju og árna honum heilla vegna þess að hann hafði barist við Hadadeser og sigrað hann en Tói hafði átt í stríði við Hadadeser.
11Davíð konungur helgaði þessa gripi Drottni. Á sama hátt hafði hann helgað honum allt það silfur og gull sem hann hafði tekið að herfangi frá þeim þjóðum sem hann hafði brotið undir sig,
12frá Aram og Móab, frá Ammónítum, Filisteum og Amalek, ásamt öllu herfanginu frá Hadadeser, konungi í Sóba, syni Rehóbs.
13Þannig vann Davíð sér nafnfrægð. Eftir sigurinn á Aram sneri hann heim, sigraði Edóm í Saltdalnum og felldi átján þúsund menn.
14Því næst setti hann landstjóra yfir Edóm, yfir allt Edóm setti hann landstjóra og allir Edómítar urðu þegnar Davíðs. Þannig studdi Drottinn Davíð hvert sem hann fór.
Embættismenn Davíðs15Davíð ríkti yfir öllum Ísrael. Hann lét alla þjóð sína njóta réttar og réttlætis.
16Jóab Serújuson var settur yfir herinn. Jósafat Ahílúðsson var kallari konungs,
17Sadók Akítúbsson og Ahímelek Abjatarsson voru prestar og Seraja var ríkisritari.
18Benaja Jójadason var foringi Kreta og Pleta. Synir Davíðs voru prestar.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.