Jósúabók 16 - Biblían (2007)

Landsvæði niðja Jósefs

1Eftir hlutkesti kom í hlut niðja Jósefs land sem liggur frá Jórdan við Jeríkó austur að vatninu við Jeríkó, inn í eyðimörkina og upp í fjalllendið til Betel.

2Frá Betel lágu landamærin til Lús og þaðan yfir til lands Arkíta við Atarót,

3þaðan ofan í vesturátt að landi Jafletíta og að landi Neðra-Bet Hóron og allt til Geser og þaðan til hafs.

4Manasse og Efraím, synir Jósefs, fengu einnig erfðahlut.

Hlutur niðja Efraíms

5Landsvæði niðja Efraíms, hverrar ættar fyrir sig, var sem hér segir:

Landamæri erfðalands þeirra að austanverðu lágu frá Aterót Addar að Efra-Bet Hóron

6og þaðan út til hafs. Frá Mikmetat í norðri sveigðu landamærin í austur til Taanat Síló og þaðan enn til austurs til Janóka.

7Frá Janóka lágu landamærin ofan til Aterót og Naarat, síðan fast við Jeríkó og þaðan að Jórdan.

8Frá Tappúa lágu landamærin í vestur að Kanagilinu og þaðan til hafs. Þetta var erfðaland niðja Efraíms, hverrar ættar fyrir sig.

9Auk þess áttu þeir borgir sem aðgreindar voru fyrir þá í erfðalandi niðja Manasse, borgirnar sjálfar og þorpin sem heyrðu þeim til.

10En Efraímítar gátu ekki hrakið Kanverjana sem bjuggu í Geser á brott. Þess vegna búa Kanverjar meðal Efraímsniðja allt til þessa dags og eru látnir vinna þrælkunarvinnu.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help