Fyrri kroníkubók 7 - Biblían (2007)

Ættbálkur Íssakars

1Og synir Íssakars voru Tóla og Púa og Jasúb og Simron, fjórir að tölu.

2Og synir Tóla voru Ússí og Refaja og Jeríel og Jahemaí og Jíbsam og Samúel. Þeir voru höfðingjar yfir ættkvíslum Tóla, hraustir hermenn. Samkvæmt ættartölum þeirra voru þeir tuttugu og tvö þúsund og sex hundruð á dögum Davíðs.

3Og synir Ússí voru Jísrahja og Mikael og Óbadía og Jóel og Jissía, fimm að tölu. Þeir voru allir höfðingjar.

4Og til þeirra töldust eftir ættum þeirra, eftir frændliði þeirra, hermannasveitir, þrjátíu og sex þúsund manns, því að þeir áttu margar konur og börn.

5Bræður þeirra úr öllum ættkvíslum Íssakars voru hraustir hermenn. Þeir voru alls áttatíu og sjö þúsund þegar þeir voru skráðir í ættartölur.

Ættbálkar Benjamíns og Naftalí

6Synir Benjamíns voru Bela og Beker og Jedíael, þrír að tölu.

7Og synir Bela voru Esbón og Ússí og Ússíel og Jerímót og Írí, fimm að tölu. Þeir voru höfðingjar ættkvísla sinna, hraustir hermenn. Þeir voru tuttugu og tvö þúsund þrjátíu og fjórir þegar þeir voru skráðir í ættartölur.

8Og synir Bekers voru Semíra og Jóas og Elíeser og Eljóenaí og Omrí og Jeremót og Abía og Anatót og Alemet. Þetta voru allir synir Bekers.

9Þegar þeir voru skráðir í ættartölur sínar eftir höfðingjum ættkvísla sinna voru þeir tuttugu þúsund og tvö hundruð, hraustir hermenn.

10Og sonur Jedíaels var Bílhan og synir Bílhans voru Jeús og Benjamín og Ehúð og Kenaana og Setan og Tarsis og Ahísahar.

11Þetta voru allir synir Jedíaels. Þeir voru höfðingjar ættkvísla sinna, hraustir hermenn, sautján þúsund og tvö hundruð, sem fylktu liði til orrustu.

12Og Súppím og Húppím voru synir Írs og Húsím sonur Akers.

13Synir Naftalí voru Jahsíel og Gúní og Jeser og Sallúm, synir Bílu.

Ættbálkur Manasse

14Sonur Manasse var Asríel sem arameísk hjákona hans ól. Hún ól einnig Makír, föður Gíleaðs.

15Og Makír tók konu handa Húppím og Súppím. Og systir hans hét Maaka og næstelsti sonur hans Selófhað. Og Selófhað átti aðeins dætur.

16Og Maaka, kona Makírs, ól son og nefndi hann Peres. En bróðir hans hét Seres og synir hans voru Úlam og Rekem.

17Og sonur Úlams var Bedan. Þetta voru synir Gíleaðs Makírssonar, Manassesonar.

18Og Móleket, systir hans, ól Íshód og Abíeser og Mahela.

19Og synir Semída voru Ahjan og Sekem og Líkhí og Aníam.

Ættbálkur Efraíms

20Og sonur Efraíms var Sútela og sonur hans var Bered og sonur hans Tahat og sonur hans Eleada og sonur hans Tahat

21og sonur hans Sóbad og synir hans Sútela, Eser og Elead. Menn frá Gat, sem fæddir voru í landinu, drápu þá af því að þeir höfðu farið suður eftir til að ræna búpeningi þeirra.

22Efraím, faðir þeirra, syrgði þá lengi og bræður hans komu til að hugga hann.

23Síðan gekk hann inn til konu sinnar og hún varð þunguð og ól son. Hann nefndi hann Bería því að ógæfa hafði hent heimili hans.

24Og dóttir hans var Seera. Hún byggði bæði neðra og efra Bet Hóron og Ússen Seera.

25Og synir hans voru Refa og Resef og sonur hans var Telak og sonur hans var Tahan,

26Laedan var sonur hans, sonur hans Ammíhúd, sonur hans Elísama,

27sonur hans Nún og sonur hans Jósúa.

28Eignarlönd þeirra og bústaðir voru Betel ásamt þorpum hennar austur að Naaran og vestur að Geser ásamt þorpum hennar, enn fremur Síkem og þorp hennar til Aja og þorpa hennar.

29Í höndum sona Manasse voru Bet Sean ásamt þorpunum umhverfis, Taana ásamt þorpunum umhverfis, Megiddó ásamt þorpunum umhverfis og Dór ásamt þorpunum umhverfis. Í þessum borgum bjuggu synir Jósefs, sonar Ísraels.

Ættbálkur Assers

30Synir Assers voru Jímna og Jísva og Jísví og Bería og systir þeirra var Seera.

31Og synir Bería voru Heber og Malkíel. Hann var faðir Birsaíts.

32Og Heber gat Jaflet og Semer og Hótam og Súu, systur þeirra.

33Og synir Jaflets voru Pasak og Bímhal og Asvat. Þetta voru synir Jaflets.

34Og synir Semers, bróður hans, voru Róhga og Húbba og Aram.

35Og synir Helems, bróður hans, voru Sófa og Jímna og Seles og Amal.

36Og synir Sófa voru Súa og Harnefer og Súal og Berí og Jímra

37og Beser og Hód og Samma og Silsa og Jítran og Beera.

38Og synir Jeters voru Jefúnne og Pispa og Ara.

39Og synir Úlla voru Ara og Hanníel og Risja.

40Þetta voru allt synir Assers. Þeir voru höfðingjar yfir ættkvíslum, afburðamenn, fyrirmenn meðal höfðingja. Töldust þeir er skráðir voru til herþjónustu tuttugu og sex þúsund menn.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help