Jesaja 18 - Biblían (2007)

Gegn Kús

1Vei þér, land engisprettusveimsins

handan fljótanna í Kús,

2sem sendir boð yfir fljótið,

sendimenn í reyrbátum yfir vötnin.

Af stað, hraðfara boðberar,

til hinnar hávöxnu og gljáandi þjóðar,

fólks sem allir óttast hvarvetna,

þjóðarinnar sem treður allt niður með ógnarafli

og býr í landi sem fljót falla um.

3Allir, sem heiminn byggið,

þér, sem á jörðinni búið,

lítið upp þegar gunnfáni er reistur á fjöllunum,

hlustið þegar hafurshorn er þeytt.

4Því að svo hefur Drottinn sagt við mig:

„Ég fylgist með frá bústað mínum aðgerðalaus

í hitabreyskju og sólskini,

líkt og daggarský í glóhita uppskerutímans.“

5En fyrir uppskeruna, eftir blómgunina,

þegar blómið er orðið þroskuð þrúga,

sníður hann renglurnar af með hníf,

stýfir af greinar og fjarlægir þær.

6Þær eru allar skildar eftir handa ránfuglum fjallanna

og dýrum merkurinnar.

Á sumrin sitja ránfuglarnir í þeim,

og villidýr hafast þar við á vetrum.

7Á þeim tíma verða Drottni allsherjar færðar gjafir frá hinni hávöxnu og gljáandi þjóð, þjóðinni sem allir óttast hvarvetna, þjóðinni sem treður allt niður með ógnarafli og býr í landi sem fljót falla um. Gjafirnar verða færðar til Síonarfjalls þar sem nafn Drottins allsherjar býr.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help