Hósea 11 - Biblían (2007)

Kærleikur Guðs til Ísraels

1Þegar Ísrael var ungur

fékk ég ást á honum

og kallaði son minn frá Egyptalandi.

2Þegar ég kallaði á þá

hlupu þeir frá augliti mínu,

færðu Baölum sláturfórnir og skurðgoðum reykelsi.

3Ég kenndi Efraím að ganga,

bar þá á örmum mér

en þeir skildu ekki að það var ég sem annaðist þá.

4Ég dró þá að mér með böndum eins og menn nota,

með taugum kærleikans.

Ég reyndist þeim eins og sá

sem lyftir brjóstmylkingi að vanga sér.

Ég beygði mig niður að honum,

gaf honum að eta.

5Hann vill hverfa aftur til Egyptalands,

Assúr verður konungur hans.

Þar sem hann neitaði að hverfa aftur

6mun sverðið geisa í borgum þeirra

og tortíma spáprestum þeirra,

eyða þeim vegna ráðabruggs þeirra.

7En þjóð mín er ráðin í að yfirgefa mig

og þeir hrópa til Baals

en hann reisir þá ekki upp.

8Hvernig gæti ég framselt þig, Efraím,

ofurselt þig, Ísrael,

hvernig gæti ég framselt þig eins og Adma,

farið með þig eins og Sebóím?

Hjartað umhverfist í brjósti mér,

ég finn fyrir brennheitri samúð.

9Ég ætla ekki að láta glóandi reiði mína ráða,

ekki eyða Efraím aftur.

Þar sem ég er Guð og ekki maður,

heilagur mitt á meðal yðar,

kem ég ekki til yðar í bræði.

10Þeir munu fylgja Drottni,

hann mun öskra sem ljón,

já, hann mun öskra

svo að synirnir komi skjálfandi úr vestri.

11Þeir koma skjálfandi eins og fuglar frá Egyptalandi,

eins og dúfur frá Assýríu.

Þá mun ég láta þá búa í eigin húsum,

segir Drottinn.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help