1Þegar þau nálguðust Kaserin, sem er skammt frá Níníve,
2sagði Rafael: „Þú manst hvernig föður þínum leið þegar við fórum.
3Við skulum flýta okkur á undan konu þinni og búa húsið undir komu hinna.“
4Þeir héldu áfram báðir tveir og Rafael sagði Tóbíasi að hafa gallblöðruna við höndina. Hundurinn hljóp á eftir þeim Tóbíasi.
5Anna sat og skimaði út veginn eftir syni sínum.
6Hún kom auga á hann þegar hann nálgaðist og sagði við föður hans: „Sonur þinn er að koma og líka maðurinn sem fór með honum!“
7Áður en Tóbías kom til föður síns sagði Rafael við hann: „Ég veit að augum hans mun lokið upp.
8Þú skalt smyrja galli fisksins í augu hans. Lyfið mun láta himnurnar á augunum skorpna og flagna af og faðir þinn mun fá sjónina aftur og geta séð ljósið.“
9Anna hljóp til, varpaði sér um hálsinn á syni sínum og sagði: „Nú, þegar ég hef fengið að sjá þig, barnið mitt, get ég dáið.“ Og hún grét.
Tóbít læknaður10Tóbít stóð líka upp og staulaðist út um garðhliðið. Tóbías gekk til hans
11og hafði fiskgallið í hendi, blés í augu hans, greip í hann og sagði: „Vertu hughraustur, faðir.“ Síðan rauð hann lyfinu í augu hans og sleppti honum.
12-13 Faðir hans fletti himnunni úr augnkrókunum með báðum höndum. Að því búnu féll hann um háls sonar síns,
14grét og sagði: „Ég sé þig, barn, augasteinninn minn.“ Síðan sagði hann:
Lofaður sé Guð,
lofað sé hans mikla nafn,
lofaðir allir heilagir englar hans.
Megi nafn hans miklast af oss.
Lofaðir séu allir englar hans um eilífð alla.
15Hann refsaði mér
en skyndilega sé ég Tóbías son minn.
Tóbías gekk inn, fagnaði og lofaði Guð hástöfum. Hann sagði föður sínum frá því hversu vel ferð hans hafði lánast og að hann kæmi ekki aðeins með peningana heldur líka Söru Ragúelsdóttur sem hann væri kvæntur. „Hún er á leiðinni hingað,“ sagði hann, „og er rétt fyrir utan borgarhlið Níníve.“
Koma Söru16Tóbít flýtti sér út að borgarhliði Níníve til móts við brúði sonar síns, fagnaði og lofaði Guð. Er Nínívebúar sáu hann ganga styrkum skrefum og rakleitt án þess að nokkur leiddi hann urðu þeir furðu lostnir.
17Frammi fyrir þeim öllum lofaði Tóbít Guð fyrir að auðsýna sér miskunn og veita sér sjónina. Þegar Tóbít kom til Söru, konu Tóbíasar sonar síns, heilsaði hann henni með þessum orðum: „Komdu heil og sæl, dóttir mín. Lofaður sé Guð þinn sem leiddi þig til okkar, dóttir. Blessaður sé faðir þinn og blessaður Tóbías sonur minn og blessuð sért þú, dóttir mín. Gakk þú heil inn í hús þitt með lofgjörð og fögnuði. Velkomin, dóttir mín.“ Þennan dag fögnuðu allir Gyðingarnir í Níníve.
18Bróðursynir Tóbíts, þeir Akíkar og Nabad, komu til hans til að samgleðjast honum.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.