1Kóraítasálmur. Ljóð.
Drottinn grundvallaði borg sína á heilögum fjöllum.
2Hann elskar hlið Síonar
meira en alla bústaði Jakobs,
3dýrlega er talað um þig,
þú borg Guðs. (Sela)
4Fólk frá Egyptalandi og Babýlon tel ég til játenda minna,
einnig fólk frá Filisteu, Týrus og Kús:
Þetta fólk er fætt þar.
5Um Síon mun sagt verða:
Hér eru allir fæddir,
Hinn hæsti lagði grunn að henni.
6Drottinn skrásetur þegar hann telur þjóðirnar:
Þessir eru fæddir þar. (Sela)
7Þeir syngja og dansa og segja:
„Allar uppsprettur mínar eru í þér.“
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.