1Þú skalt ekki þrá mergð barna,
þau gætu reynst duglaus,
og ekki skaltu gleðjast yfir guðlausum sonum.
2Fagnaðu eigi þótt börnum fjölgi,
nema þau óttist Drottin.
3Vertu ekki viss um að þau komist upp
og reiddu þig ekki á fjölda þeirra.
Eitt barn getur reynst betur en þúsund
og betra er að deyja barnlaus en að eiga guðlaus börn.
4Einn hygginn maður getur byggt borg,
en ætt guðlausra mun afmáð.
5Margt þvílíkt hef ég séð
og heyrt margt þessu meira.
6Eldur mun tendrast þar sem syndarar safnast
og hjá óhlýðinni þjóð mun reiði Drottins kvikna.
7Enga vægð sýndi hann risum fornaldar
sem treystu á eigin mátt og féllu frá.
8Nágrönnum Lots þyrmdi hann ekki,
hann hafði andstyggð á ofurdrambi þeirra.
9Hann sýndi fordæmdum lýð enga miskunn
og upprætti hann sakir synda.
10Eins fór fyrir sex hundruð þúsund manna fótgönguliði
sem safnaðist saman með forhert hjarta.
11Þótt einungis einn væri harðsvíraður
væri það undur ef hann slyppi við hegningu.
Því að bæði miskunn og reiði er að finna hjá Drottni,
hann er náðugur Drottinn en úthellir einnig reiði.
12Miskunn hans er jafn máttug og hegning hans.
Hann dæmir hvern mann af verkum hans.
13Syndarinn sleppur ekki undan með feng sinn
né bregst guðhræddum umbun þolinmæði sinnar.
14Drottinn tilreiknar sérhvert góðverk,
sérhver fær gjöld eftir gjörðum sínum.
17Segðu ekki: „Ég er Drottni dulinn,
hver minnist mín í upphæðum?
Ekki þekkist ég í mannmergðinni,
hver er ég í ómæli sköpunarinnar?“
18Sjá, himinninn, himinn himna,
undirdjúpin og jörðin munu skjálfa er Drottinn kemur.
19Fjöllin jafnt og grundvöllur jarðar
nötra af skelfingu er hann lítur til þeirra.
20En enginn leggur sér þetta á hjarta,
hver minnist vega Drottins?
21Stormsveipinn sér enginn maður.
Flest verk Drottins eru unnin í leyndum.
22Hver mun kunngjöra réttlætisverk hans?
Hver mun bíða þess? Reikningsskilin eru fjarri.
23Þannig hugsar heimskinginn með sér,
fávís maður og ráðvilltur elur á slíkri firru.
Speki Guðs í sköpunarverkinu24Hlýð á mig, barn, og lærðu speki,
gef þig heils hugar að orðum mínum.
25Ég kunngjöri það sem er vegið og metið,
gjörhugsuð kenning er það sem ég boða.
26Drottinn skóp verk sín í upphafi
og er þau urðu til gaf hann hverju þeirra stað.
27Hann ákvarðaði þeim hlutverk til eilífðar,
valdsvið frá kynslóð til kynslóðar.
Þau hungrar eigi, þau þreytast eigi,
aldrei láta þau af verkum sínum.
28Ekkert þeirra stjakar við öðru
og aldrei óhlýðnast þau boðum Drottins.
29Þegar Drottinn hafði gert allt þetta leit hann til jarðar
og fyllti hana gæðum sínum.
30Hann þakti hana alls konar lífverum,
að jörðu munu þær aftur verða.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.