Sakaría 13 - Biblían (2007)

1Á þeim degi opnast lind fyrir Davíðs ætt og Jerúsalembúa til að þvo burt syndir og óhreinleika.

2Á þeim degi, segir Drottinn allsherjar, afmái ég nöfn skurðgoðanna úr landinu. Þeirra verður ekki minnst framar. Og ég rek spámennina og saurgunarandann burt úr landinu.

3Stundi þá enn einhver spámennsku munu foreldrar hans, faðir hans og móðir, segja: „Ekki skalt þú halda lífi er þú ferð með lygar í nafni Drottins.“ Og foreldrar hans, faðir hans og móðir, munu leggja hann í gegn ef hann stundar spámennsku.

4Á þeim degi mun sérhver spámaður blygðast sín fyrir sýnir þær sem hann spáði um og ekki mun hann heldur bera loðfeld til að blekkja aðra,

5en sérhver þeirra mun segja: „Ég er ekki spámaður. Akuryrkjumaður er ég og jarðyrkju hef ég stundað allt frá bernsku.“

6Og spyrji þá einhver: „Hvaða áverka ertu með á brjóstinu?“ svarar hann: „Þeir eru eftir ryskingar heima hjá vinum mínum.“

Hirðir Guðs veginn

7Sverð, hef þig á loft gegn hirði mínum,

manninum sem gætir hjarðar minnar,

segir Drottinn allsherjar.

Bana hirðinum og hjörðin mun tvístrast

en ég mun annast hið smáa.

8Svo mun fara í gjörvöllu landinu, segir Drottinn,

að tveir hlutar landslýðsins verða upprættir og deyja

en þriðjungur verður eftir.

9Þann þriðjung leiði ég gegnum eldinn,

hreinsa hann eins og menn hreinsa silfur

og prófa hann eins og gull er prófað.

Hann mun ákalla nafn mitt

og ég mun svara og segja:

„Þetta er lýður minn,“

og hann mun segja: „Drottinn er Guð minn.“

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help