Sálmarnir 96 - Biblían (2007)

1Syngið Drottni nýjan söng,

syngið Drottni, öll lönd,

2syngið Drottni, lofið nafn hans,

kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag.

3Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna,

frá dásemdarverkum hans meðal allra lýða

4því að mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur,

óttalegri öllum guðum.

5Því að allir guðir þjóðanna eru falsguðir

en Drottinn hefur gert himininn,

6dýrð og hátign eru frammi fyrir honum,

máttur og prýði í helgidómi hans.

7Tignið Drottin, þér ættir þjóða,

tignið Drottin með dýrð og mætti,

8tignið Drottin, heiðrið nafn hans,

færið fórn og komið til forgarða hans.

9Fallið fram fyrir heilagri hátign Drottins,

öll jörðin skjálfi frammi fyrir honum.

10Boðið meðal þjóðanna: Drottinn er konungur.

Jörðin er á traustum grunni, hún bifast ekki.

Hann dæmir þjóðirnar með réttvísi.

11Himinninn gleðjist og jörðin fagni,

hafið drynji og allt sem í því er,

12foldin fagni og allt sem á henni er,

öll tré skógarins fagni með þeim

13fyrir augliti Drottins því að hann kemur,

hann kemur til að ríkja á jörðu,

hann mun stjórna heiminum með réttlæti

og þjóðunum af trúfesti sinni.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help