1Drottinn talaði til Móse og sagði:
2„Gefðu Ísraelsmönnum fyrirmæli og segðu við þá: Þið skuluð gæta þess að færa mér fórnargjafir á tilteknum tíma, mat handa mér, til þægilegs ilms.
3Þú skalt segja við þá: Þetta er eldfórn sem þið skuluð færa Drottni: tvær veturgamlar, lýtalausar ær daglega í brennifórn.
4Annað lambið skaltu búa til fórnar að morgni en hitt lambið skaltu búa til fórnar í rökkrinu áður en dimmt er orðið.
5Að auki skal færa einn tíunda hluta úr efu af fínu mjöli í kornfórn, blönduðu olíu úr steyttum ólífum.
6Þetta er dagleg brennifórn sem var færð á Sínaí, þekkur ilmur, eldfórn handa Drottni.
7Dreypifórnin, sem heyrir til, er fjórðungur hínar með hverju lambi. Í helgidóminum skaltu færa Drottni áfengan drykk sem dreypifórn.
8Þú skalt búa seinna lambið til fórnar í rökkrinu áður en dimmt er orðið. Þú skalt færa það að fórn með sömu kornfórn og sömu dreypifórn sem um morguninn sem eldfórn Drottni til þægilegs ilms.
9Hvíldardaginn skaltu búa tvær veturgamlar, lýtalausar ær til fórnar, að auki tvo tíundu hluta af fínu mjöli, blönduðu olíu, ásamt þeirri dreypifórn sem heyrir til.
10Þetta er brennifórn sem skal færa á hverjum hvíldardegi auk hinnar síendurteknu brennifórnar ásamt þeirri dreypifórn sem heyrir til.
11Við upphaf hvers mánaðar skuluð þið færa Drottni í brennifórn tvö naut, einn hrút og sjö veturgömul lömb.
12Með hverju nauti skuluð þið færa í kornfórn þrjá tíundu hluta úr efu af fínu mjöli, blönduðu olíu, og tvo tíundu hluta af fínu mjöli, blönduðu olíu, með hverjum hrút
13og einn tíunda hluta af fínu mjöli, blönduðu olíu, með hverju lambi. Þetta er brennifórn, þekkur ilmur, eldfórn handa Drottni.
14Dreypifórnirnar, sem heyra til, skulu vera hálf hín af víni með nauti, þriðjungur úr hín með hrút og fjórðungur úr hín með lambi. Þetta er brennifórn nýs tungls sem færa skal við nýtt tungl í hverjum mánuði ársins.
15Enn fremur skal færa Drottni einn geithafur í syndafórn auk hinnar síendurteknu brennifórnar ásamt þeirri dreypifórn sem heyrir til.
16Fjórtánda dag fyrsta mánaðarins eru páskar Drottins.
17Fimmtánda dag þess mánaðar er hátíð. Sjö daga skal neyta ósýrðs brauðs.
18Fyrsta daginn er helg samkoma. Þá skuluð þið ekkert starfa.
19Þið skuluð færa tvö naut, einn hrút og sjö veturgömul lömb, lýtalaus dýr, í eldfórn, brennifórn handa Drottni.
20Með hverju nauti skuluð þið færa þrjá tíundu hluta úr efu af fínu mjöli, blönduðu olíu, og tvo tíundu með hverjum hrút.
21Með hverju hinna sjö lamba skaltu færa einn tíunda hluta af fínu mjöli
22og einn geithafur í syndafórn til að friðþægja fyrir ykkur.
23Þetta skuluð þið búa til fórnar auk brennifórnarinnar að morgni sem er þáttur í hinni síendurteknu brennifórn.
24Þessa brennifórn skuluð þið færa á hverjum degi í sjö daga sem mat, eldfórn, þekkan ilm handa Drottni. Hún skal færð auk hinnar daglegu fórnar og dreypifórnarinnar sem henni heyrir til.
25Sjöunda daginn skuluð þið halda helga samkomu. Þann dag skuluð þið ekkert starfa.
26Á degi frumgróðans, þegar þið færið Drottni kornfórn af nýrri uppskeru á viknahátíð ykkar, skuluð þið halda heilaga samkomu. Þið megið ekkert starfa.
27Þið skuluð færa tvö naut, einn hrút og sjö veturgömul lömb í brennifórn sem þekkan ilm handa Drottni.
28Enn fremur þá kornfórn sem heyrir til, fínt mjöl, blandað olíu, þrjá tíundu hluta úr efu með hverju nauti, tvo tíundu með hverjum hrút,
29einn tíunda með hverju þessara sjö lamba
30og að auki einn geithafur til að friðþægja fyrir ykkur.
31Þið skuluð færa þessar fórnir auk hinnar reglulegu fórnar ásamt þeirri kornfórn sem henni heyrir til. Fórnardýrin skulu vera lýtalaus og þið skuluð færa með þeim þær dreypifórnir sem heyra til.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.