1Orð Drottins kom til Jónasar Amittaísonar:
2„Leggðu af stað og farðu til Níníve, hinnar miklu borgar. Prédikaðu gegn henni því að illska hennar hefur stigið upp til mín.“
3Jónas lagði af stað og ætlaði að flýja frá Drottni til Tarsis. Hann fór niður til Jaffa, fann þar skip sem var á förum til Tarsis, greiddi skipverjum fargjaldið, fór um borð og hugðist sigla með þeim frá augliti Drottins til Tarsis.
Skipverjar ákalla Guð4Þá lét Drottinn mikinn storm koma yfir sjóinn svo að fárviðri skall á hafinu og við lá að skipið færist.
5Skipverjar urðu skelfingu lostnir og ákallaði hver sinn guð. Þeir köstuðu farminum fyrir borð til að létta skipið en Jónas hafði þegar farið undir þiljur, lagst þar fyrir og svaf vært.
6Þá gekk skipstjórinn til hans og sagði: „Hvað gengur að þér? Þú sefur. Stattu upp og ákallaðu guð þinn. Ef til vill hugsar hann til okkar svo að við förumst ekki.“
7Skipverjar sögðu nú hver við annan: „Við skulum varpa hlutkesti til þess að komast að raun um hver eigi sök á því að þessi ósköp hafa yfir okkur dunið.“ Þeir vörpuðu hlutkesti og hlutur Jónasar kom upp.
8Þeir sögðu þá við hann: „Segðu okkur: Í hvaða erindagjörðum ertu? Hvaðan kemurðu? Frá hvaða landi? Af hvaða þjóð?“
9Hann svaraði: „Ég er Hebrei og tilbið Drottin, Guð himinsins, sem skapaði bæði sjó og land.“
10Skipverjarnir urðu skelfingu lostnir og spurðu: „Hvað hefur þú gert?“ Þeir vissu að hann var á flótta frá Drottni því að hann hafði sagt þeim frá því.
11„Hvað eigum við að gera við þig til þess að hafið kyrrist og hætti að ógna okkur?“ spurðu þeir því að sjórinn æstist æ meir.
12Hann svaraði: „Takið mig og kastið mér í hafið. Þá mun það kyrrast og hætta að ógna ykkur því að ég veit að fyrir mína sök hefur þetta fárviðri á ykkur dunið.“
13En þess í stað lögðust skipverjar á árar og reyndu að snúa skipinu til lands en gátu ekki því að hafið æstist æ meir gegn þeim.
14Og þeir ákölluðu Drottin og sögðu: „Ó, Drottinn! Láttu okkur ekki farast vegna lífs þessa manns og láttu okkur ekki gjalda dauða saklauss manns því að þú, Drottinn, hefur gert það sem þér hefur þóknast.“
15Þá tóku þeir Jónas og köstuðu honum í hafið og jafnskjótt varð sjórinn kyrr.
16En skipverjarnir fylltust skelfingu og færðu Drottni sláturfórn og unnu honum heit.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.