Esterarbók (með viðaukum) 7 - Biblían (2007)

Haman tekinn af lífi

1Konungur og Haman komu til fagnaðar drottningar.

2Er þau nú sátu annan daginn í röð að drykkju sagði konungur: „Hvað er það, Ester drottning, sem þú óskar og biður um? Allt að hálfu ríki mínu skal ég gefa þér.“

3Hún svaraði: „Hafi ég fundið náð í augum konungs er það ósk mín að þú gefir mér líf og bón mín að þú þyrmir þjóð minni.

4Ég og þjóð mín höfum verið seld á vald eyðingu, ránum og þrældómi, bæði við og börn okkar gerð þrælar og ambáttir. Þessa hef ég orðið áskynja. Óvinur okkar er ekki verður þess að tilheyra hirð konungs.“

5„Hver er það sem dirfist að gera þvílíkt og annað eins?“ spurði konungur.

6„Óvinurinn er þetta illmenni hér, hann Haman,“ sagði Ester. Haman varð skelfingu lostinn frammi fyrir konungi og drottningu.

7Konungurinn stóð upp frá veisluborðinu og fór út í garðinn en Haman grátbað drottninguna um vægð því að honum var ljóst að illa horfði fyrir honum.

8Þegar konungur kom aftur inn úr garðinum hafði Haman kastað sér biðjandi á hvílu drottningar. „Svo að þú ætlar líka að nauðga konu minni í húsi mínu,“ sagði konungur. Haman fölnaði upp þegar hann heyrði þetta.

9Þá sagði Búgatan, einn af geldingunum, við konung: „Ofan á allt annað hefur Haman látið gera gálga fyrir Mardokaí sem varaði konung við. Er hann fimmtíu álna hár og stendur við hús Hamans.“ Þá sagði konungur: „Hengið Haman í honum.“

10Var Haman síðan hengdur í gálganum sem hann hafði reist Mardokaí. Rann konungi þá reiðin.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help