Jobsbók 23 - Biblían (2007)

Svar Jobs

1Job svaraði og sagði:

2Enn í dag mótmæli ég með kveinstöfum mínum,

hönd Guðs hvílir þungt á mér og ég andvarpa.

3Ég vildi að ég vissi hvar hann er að finna

og gæti komist til bústaðar hans.

4Ég ætla að leggja fyrir hann mál

með munninn fullan af röksemdum.

5Ég vil fá að vita hverju hann svarar mér

og skilja hvað hann segir við mig.

6Mundi hann deila við mig í krafti valds síns?

Nei, hann mundi gefa mér gaum.

7Þar mundi hreinskilinn maður rökræða við hann

og ég mundi losna endanlega við dómara minn.

8Gangi ég áfram, er hann ekki þar

eða aftur á bak, verð ég hans ekki var.

9Sé hann vinstra megin við mig

verð ég hans ekki var

og snúi hann til hægri sé ég hann ekki.

10Hann þekkir veginn sem ég geng.

Prófi hann mig reynist ég sem gull.

11Fótur minn þræddi spor hans

og fylgdi vegi hans án þess að víkja,

12boðum af vörum hans án þess að hvika,

í brjósti mér varðveitti ég orðin úr munni hans.

13En ákvarði hann, hver hindrar hann?

Hann gerir það sem hann vill,

14lætur það verða sem hann hefur ætlað mér

og hefur margt svipað í huga.

15Þess vegna skelfist ég fyrir augliti hans.

Þegar ég íhuga þetta óttast ég hann.

16Guð hefur gert mig hugdeigan,

Hinn almáttki hefur skotið mér skelk í bringu.

17En ég er ekki yfirbugaður af myrkri

þótt skuggi hylji andlit mitt.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help