Fyrri kroníkubók 26 - Biblían (2007)

Hliðverðirnir

1Um flokka hliðvarðanna er þetta að segja: Einn af Kóraítum, Meselemja Kóreson af Asafsætt, var einn þeirra.

2Synir Meselemja voru frumburðurinn Sakaría, Jedíael var annar, Sebadja var sá þriðji, Jatníel sá fjórði,

3Elam sá fimmti, Jóhanan sá sjötti og Elíóenaí sá sjöundi.

4Óbeð Edóm átti einnig syni og voru þeir frumburðurinn Semaja, Jósabad var annar, Jóa var sá þriðji, Sakar fjórði, Netaneel fimmti,

5Ammíel sjötti, Íssakar sjöundi, Pegúlletaí áttundi því að Guð hafði blessað hann.

6Semaja, syni hans, fæddust einnig synir. Þeir urðu leiðtogar ætta sinna því að þeir voru dugandi menn.

7Synir Semaja voru Otní, Refael, Óbeð og Elsabat. Bræður Elsabats voru Elíhú og Semakja sem einnig voru dugandi menn.

8Allir þessir menn voru niðjar Óbeðs Edóms og dugandi menn, eins og synir þeirra og bræður, og hæfir til þjónustunnar, alls sextíu og tveir niðjar Óbeðs Edóms.

9Meselemja átti einnig dugandi syni og bræður, alls átján.

10Hósa, sem var afkomandi Merarí, fæddust einnig synir. Simrí var þeirra fremstur en faðir hans hafði gert hann að höfðingja þótt hann væri ekki frumburður.

11Hilkía var annar, Tebalja var sá þriðji og Sakaría fjórði. Hósa átti alls þrettán syni og bræður.

12Þessir flokkar hliðvarða gegndu þjónustu undir stjórn höfðingja sinna. Þeir þjónuðu í húsi Drottins ásamt bræðrum sínum

13og vörpuðu hlutkesti um hvert hlið fyrir sig, hvort heldur fjölskylda þeirra var lítil eða stór.

14Hluturinn fyrir austurhliðið féll á Selemja. Þeir vörpuðu einnig hlutkesti fyrir Sakaría, son hans, sem var skynsamur ráðgjafi, og kom norðurhliðið í hlut hans

15en suðurhliðið í hlut Óbeðs Edóms og geymsluhúsið í hlut sona hans.

16Vesturhliðið kom í hlut Hósa og Sallekhliðið við götuna upp eftir. Allar varðstöður voru eins:

17Daglega stóðu sex menn vörð gegnt austri, fjórir gegnt norðri, fjórir gegnt suðri og tveir við hvort geymsluhúsanna.

18Við Parbar gegnt vestri stóðu fjórir vörð við götuna en tveir við Parbar.

19Þetta voru flokkar hliðvarðanna, niðjar Kóra og Merarí.

Önnur störf í musterinu

20Levítarnir, ættbræður þeirra, sem gættu fjársjóða húss Guðs og helgigjafanna,

21voru synir Laedans, afkomanda Gersons. Ættarhöfðingjar Laedans, afkomanda Gersons, Jehíel og synir hans

22ásamt Setam og Jóel, bróður hans, gættu fjársjóða húss Guðs.

23Af niðjum Amrams, Jísehars, Hebrons og Ússíels

24var Sebúel Gersómsson Mósesonar yfirvörður fjársjóðanna.

25Ættbræður hans, niðjar Elíesers, voru Rehabja, sonur hans, Jesaja, sonur hans, Jóram, sonur hans, Sikrí, sonur hans, og Selómít, sonur hans.

26Selómít þessi og bræður hans gættu allra fjársjóða helgigjafanna sem Davíð konungur hafði helgað ásamt höfðingjum ættanna, foringjum þúsund manna liða, foringjum hundrað manna liða og foringjum hersins.

27Þeir höfðu tekið nokkuð af herfangi og helgað það til þess að það kæmi að notum í húsi Drottins.

28Þeir gættu einnig alls þess sem sjáandinn Samúel, Sál Kísson, Abner Nersson og Jóab Serújuson höfðu helgað. Allt sem helgað hafði verið var fengið Selómít og bræðrum hans til varðveislu.

Embættismenn Davíðs

29Kenanja og synir hans voru ráðnir til að sinna störfum utan helgidómsins sem embættismenn og dómarar.

30Hasabja og bræðrum hans, sem voru niðjar Hebrons, sautján hundruð dugandi mönnum, var falin umsjón með málefnum Drottins og þjónustu við konunginn í Ísrael, vestan við Jórdan.

31Jería var höfðingi niðja Hebrons. Á fertugasta stjórnarári Davíðs voru skrár yfir fjölskyldur niðja Hebrons kannaðar og fundust þá dugandi menn í Jasír og Gíleað.

32Bræður Jería voru dugandi menn, höfðingjar tvö þúsund og sjö hundruð ætta. Í öllum þeim málum, sem snertu Guð og konunginn, setti Davíð konungur þá yfir niðja Rúbens, Gaðs og hálfan ættbálk Manasse.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help