Jesaja 64 - Biblían (2007)

1Ó, að þú sviptir himninum sundur og stigir niður

svo að fjöllin nötruðu fyrir augliti þínu

eins og þegar eldur kveikir í hrísi

eða eldur kemur vatni til að vella,

til að gera fjandmönnum nafn þitt kunnugt.

Þjóðirnar munu skjálfa fyrir augliti þínu

2þegar þú vinnur ógurleg verk

sem koma oss að óvörum.

Þú steigst niður og fjöllin nötruðu fyrir augliti þínu.

3Enginn hefur hlýtt á, ekki lagt við hlustir,

ekkert auga hefur séð neinn Guð nema þig

er kemur þeim til hjálpar sem á hann vona.

4Þú kemur til móts við þá sem ástunda réttlæti,

minnast vega þinna.

En þú reiddist því að vér syndguðum,

risum gegn þér frá fyrstu tíð

5og urðum allir eins og óhreinn maður,

allar dygðir vorar eins og saurgað klæði,

vér visnuðum allir sem laufblað

og sekt vor feykti oss burt eins og vindur.

6Enginn ákallar nafn þitt,

hreyfir sig eða reynir að halda sér fast við þig

því að þú huldir auglit þitt fyrir oss

og ofurseldir oss vegna synda vorra.

7En þú, Drottinn, ert faðir vor,

vér erum leir, þú hefur mótað oss

og allir erum vér handaverk þín.

8Drottinn, reiðstu ekki um of

og minnstu ekki sektar vorrar um aldur.

Lít til vor, vér erum allir þjóð þín.

9Hinar heilögu borgir þínar voru í eyði lagðar,

Síon varð að eyðimörk, Jerúsalem að auðn.

10Hið heilaga og dýrlega hús vort,

þar sem feður vorir vegsömuðu þig,

varð eldi að bráð

og allt, sem oss var dýrmætt,

er orðið að rústum.

11Ætlar þú samt að vera oss fjarri,

vera hljóður og hegna oss takmarkalaust?

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help