Sálmarnir 101 - Biblían (2007)

1Davíðssálmur.

Ég vil syngja um náð og rétt,

lofsyngja þér, Drottinn.

2Ég vil gefa gætur að vegi hins ráðvanda.

Hvenær kemur þú til mín?

Í grandvarleik hjartans

vil ég ganga um í húsi mínu.

3Ég vil ekki hafa illvirki fyrir augum,

ég hata þá sem aðhafast illt

og samneyti þeim ekki.

4Svikult hjarta skal frá mér víkja,

illmenni vil ég eigi þekkja.

5Rægi einhver vin sinn á laun

þagga ég niður í honum.

Þann sem hefur þótta í augum og hroka í hjarta

fæ ég ekki þolað.

6Augu mín hvíla á hinum trúföstu í landinu,

þeir fá að búa hjá mér;

sá sem gengur veg hins ráðvanda

mun fá að þjóna mér.

7Enginn má hafast við í húsi mínu

er svik fremur.

Sá sem fer með lygar

stenst ekki fyrir augum mínum.

8Hvern morgun þagga ég niður

í öllum óguðlegum í landinu

og útrými úr borg Drottins

öllum illgjörðamönnum.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help