1Drottinn talaði til Móse og Arons og sagði:
2„Sérhver skal tjalda hjá gunnfána sínum, undir merkjum fjölskyldu sinnar. Ísraelsmenn skulu tjalda gegnt samfundatjaldinu, hringinn í kringum það.
3Búðir Júdasona skulu vera fremstar, austan megin, undir gunnfána sínum. Þar skulu hersveitir þeirra tjalda hver um sig. Foringi Júdasona er Nakson Ammínadabsson.
4Í hersveit hans reyndust þeir sem taldir voru 74.600.
5Næst honum skal ættbálkur Íssakars tjalda. Foringi sona Íssakars er Netanel Súarsson.
6Í hersveit hans reyndust þeir sem taldir voru 54.400.
7Því næst kemur ættbálkur Sebúlons og er Elíab Helónsson foringi Sebúlonssona.
8Í hersveit hans reyndust þeir sem taldir voru 57.400.
9Alls reyndust þeir sem taldir voru í herbúðum Júda 186.400 og var hver hersveit talin sérstaklega. Þeir skulu halda af stað fyrstir.
10Búðir sona Rúbens skulu vera sunnan megin, undir gunnfána sínum. Þar skulu hersveitir þeirra tjalda hver fyrir sig. Foringi Rúbenssona er Elísúr Sedeúrsson.
11Í hersveit hans reyndust þeir sem taldir voru 46.500.
12Næst honum skal ættbálkur Símeons tjalda. Foringi sona Símeons er Selúmíel Súrísaddaísson.
13Í hersveit hans reyndust þeir sem taldir voru 59.300.
14Einnig ættbálkur Gaðs og er Eljasaf Degúelsson foringi Gaðssona.
15Í hersveit hans reyndust þeir sem taldir voru 45.650.
16Alls reyndust þeir sem taldir voru í herbúðum Rúbens 151.450 og var hver hersveit talin sérstaklega. Þeir skulu halda af stað aðrir í röðinni.
17Því næst skal haldið af stað með samfundatjaldið ásamt búðum Levíta sem skulu vera mitt á meðal hinna búðanna. Haldið skal af stað með þær í sömu röð og þeim var slegið upp, hverri á sínum ákveðna stað, undir gunnfána sínum.
18Búðir sona Efraíms skulu vera að vestanverðu, undir gunnfána sínum. Elísama Ammíhúdsson er foringi Efraímssona.
19Í hersveit hans reyndust þeir sem taldir voru 40.500.
20Næst honum skal ættbálkur sona Manasse tjalda og er Gamlíel Pedasúrsson foringi sona Manasse.
21Í hersveit hans reyndust þeir sem taldir voru 32.200.
22Því næst kemur ættbálkur Benjamíns og er Abídan Gídoníson foringi niðja Benjamíns.
23Í hersveit hans reyndust þeir sem taldir voru 35.400.
24Alls reyndust þeir sem taldir voru í herbúðum Efraíms vera 108.100, hver hersveit um sig. Þeir skulu halda næst af stað.
25Búðir sona Dans skulu vera að norðanverðu. Akíeser Ammísaddaíson er foringi sona Dans.
26Í hersveit hans reyndust þeir sem taldir voru 62.700.
27Næst honum skal ættbálkur Assers tjalda og er Pagíel Ókransson foringi niðja Assers.
28Í hersveit hans reyndust þeir sem taldir voru 41.500.
29Því næst kemur ættbálkur Naftalí og er Akíra Enansson foringi sona Naftalí.
30Í hersveit hans reyndust þeir sem taldir voru 53.400.
31Alls reyndust þeir sem taldir voru í herbúðum Dans vera 157.600. Þeir skulu halda síðastir af stað undir gunnfánum sínum.“
32Þetta eru þeir Ísraelsmenn sem taldir voru eftir fjölskyldum sínum. Alls reyndust þeir sem taldir voru eftir herbúðum og hersveitum sínum vera 603.550.
33En Levítar voru ekki taldir ásamt öðrum Ísraelsmönnum. Drottinn hafði boðið Móse að gera það ekki.
34Ísraelsmenn gerðu allt það sem Drottinn hafði boðið Móse: Þeir settu búðir sínar við gunnfána sína og héldu af stað hver í sínum ættbálki með fjölskyldu sinni.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.