1Páll, sem Guð kallaði til að vera postuli Jesú Krists, og Sósþenes, bróðirinn, heilsa
2söfnuði Guðs í Korintu, þeim sem Guð hefur helgað í samfélagi við Jesú Krist og kallað til að lifa heilögu lífi. Við heilsum einnig öllum þeim sem alls staðar ákalla nafn Drottins vors Jesú Krists sem er þeirra Drottinn og vor.
3Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.
4Ávallt þakka ég Guði mínum fyrir ykkur, hann hefur veitt ykkur náð sína í Kristi Jesú.
5Hann hefur auðgað ykkur á allan hátt svo að þið búið yfir allri mælsku og allri þekkingu.
6Vitnisburðurinn um Krist er líka staðfestur orðinn á meðal ykkar
7svo að ykkur brestur ekki neina náðargjöf meðan þið væntið opinberunar Drottins vors Jesú Krists.
8Hann mun einnig styrkja ykkur allt til enda og gera ykkur óaðfinnanleg á degi Drottins vors Jesú Krists.
9Trúr er Guð sem hefur kallað ykkur til samfélags við son sinn Jesú Krist, Drottin vorn.
Allir samhuga10En ég hvet ykkur, systkin, í nafni Drottins vors Jesú Krists, að vera öll samhuga og ekki séu flokkadrættir á meðal ykkar. Verið heldur samlynd og einhuga.
11Því að heimilismenn Klóe hafa tjáð mér um ykkur, bræður mínir og systur, að þrætur eigi sér stað á meðal ykkar.
12Ég á við að sum ykkar segja: „Ég fylgi Páli,“ og aðrir: „Ég fylgi Apollós,“ eða: „Ég fylgi Kefasi,“ eða: „Ég fylgi Kristi.“
13Er þá Kristi skipt í sundur? Skyldi Páll hafa verið krossfestur fyrir ykkur? Eða eruð þið skírð til nafns Páls?
14Guði sé lof að ég hef engan ykkar skírt nema Krispus og Gajus.
15Þá getur enginn sagt að þið séuð skírð til nafns míns.
16Jú, ég skírði líka Stefanas og heimamenn hans. Annars veit ég ekki til að ég hafi skírt neinn annan.
17Ekki sendi Kristur mig til að skíra heldur til að boða fagnaðarerindið, ekki með lærðu orðskrúði, þá hefði kross Krists horfið fyrir tómum orðum.
Kristur, kraftur Guðs og speki18Því að orð krossins er heimska þeim er stefna í glötun en okkur sem hólpin verðum er það kraftur Guðs.
19Ritað er:
Ég mun eyða speki spekinganna
og hyggindi hyggindamannanna mun ég að engu gera.
20Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður, orðkappi þessa heims? Er ekki það sem heimurinn telur speki heimska í augum Guðs?
21Enda þótt speki Guðs sé í heiminum gátu mennirnir ekki þekkt Guð með sinni speki. Þess vegna ákvað Guð að boða það sem er heimska í augum manna og frelsa þá sem trúa.
22Gyðingar heimta tákn og Grikkir leita að speki
23en við prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku
24en okkur sem Guð hefur kallað, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs.
25Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari.
26Minnist þess, systkin, hvernig þið voruð þegar Guð kallaði ykkur: Mörg ykkar voru ekki vitur að manna dómi, ekki voldug eða ættstór.
27En Guð hefur útvalið það sem heimurinn telur heimsku til að gera hinum vitru kinnroða og hið veika í heiminum til þess að gera hinu volduga kinnroða.
28Og hið lítilmótlega í heiminum, það sem heimurinn telur einskis virði, hefur Guð útvalið til þess að gera að engu það sem er í metum.
29Enginn maður skyldi hrósa sér fyrir Guði.
30Honum er það að þakka að þið eruð í samfélagi við Krist Jesú. Hann er orðinn okkur vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn.
31Eins og ritað er: „Sá sem vill hrósa sér hrósi sér í Drottni.“
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.